9.3.2008 | 12:38
Algjör draumur...
... er tónlistar- leik- og danssýning sem Fjölbrautaskóli Vesturlands sýnir núna í Bíóhöllinni á Akranesi við mikla lukku bæjarbúa.
Sýningin er samansett af gömlum og frumsömdum slögurum og ýmislegt notað úr gömlum vinsælum söngleikja- og dansabíómyndum. Efniviðurinn er frasakenndur í léttum dúr og tekst krökkunum vel upp, sérstaklega koma snarpir þættir til að koma hláturkirtlunum af stað.
Stjórnandi sýningarinnar er Gunnar Sturla Hervarsson sem hefur numið leikhúsmenntun í DK eftir kennarapróf og var með reynslu úr skólastarfi með leiklistaruppfærslu fyrir ásamt því að hann tók virkan þátt í félagslífi síns skóla þegar hann var nemandi í sama skóla.
Flosi Ólafsson sá um og stjórnar tónlist, hann er vel þekktur hér á Skaga fyrir margvíslegt starf að tónlist og er kennari við annan Grunnskólann.
Að dansþjálfun og stýringu komu tvær eðal konur sem eru báðar dansarar og kennarar við Jazz Balletskóla Báru þær Sandra Ómarsdóttir og Þórdís Schram.
Sýning nr. 8 verður á mánudaginn 10. mars kl. 19.00.
Hér eru nokkrar myndir úr sýningunni .
Á myndinni til vinstri eru Gyða, Þór (sonur minn), Alexandra (tengdadóttir mín og einn formönnum leiklistarklúbbsins) og Vera.
Á myndinni til hægri eru frá vinstri að ofan Aron, Einar, Rakel og Harpa.
Hér er Helga sem leikur, syngur og dansar aðalhlutverkið til vinstri
Til hægri eru Agla, Sigrún Dóra og Marinó
Til vinstri Sonja, Birna Karen og Halldóra.
Til hægri er auglýsingaplakatið með Helgu í forgrunni, myndirnar tók Marella Steinsdóttir ljósmyndanemi.
Í þessari sýningu taka þátt í kringum 60 manns og kraftaverki líkast hvernig krakkar vinna saman að svo viðamiklu verkefni. Því miður er það að sama skapi ekki eins vel metið innan skólans og annað nám eða mætingar í skólann. Mér skilst að það sé betur metið að vera í spurningarleiknum Gettu betur.
www.skessuhorn.is Hér má finna dóma um leikritið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.3.2008 | 13:09
Baráttukveðjur og hamingjuóskir með 8. mars.
Hér ætla ég að benda á nokkrar krækjur í tengslum við Alþjóðlegan baráttudag kvenna á Íslandi.
Sjálf hugmyndin að sérstökum barráttudegi kvenna fæddist við upphaf tuttugustu aldar á
átakatímum í kjölfar iðnvæðingar á vesturlöndum. Fólksfjölgun og stéttaátök fæddu af sér
róttækar hugmyndir um bætt kjör og víða var barist fyrir kosningarétti kvenna. Það var þýsk
kvenréttindakona, Clara Zetkin, sem stakk upp á alþjóðlegum baráttudegi kvenna á þingi
Alþjóðasambands sósíalískra kvenna, sem haldið var í Danmörku árið 1910. Þar hittust um 130
konur frá 16 löndum og samþykktu að efna til alþjóðlegs baráttudags kvenna. Dagsetningin var
ekki fastsett, en ákveðið að velja sunnudag þar sem það var eini frídagur verkakvenna í þá daga.
Dagsetningar voru því nokkuð á reiki fyrstu árin en þó ætíð í marsmánuði. Fyrstu árin voru
baráttumál kvennadagsins kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna.
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur meðal sósíalískra kvenna í
Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Sviss þann 19. mars árið 1911.
Meira hér á þessari krækju frá MFÍK. http://www.mfik.is/8.%20mars/Um%208.%20mars.pdf
Hér kemur krækja á UNIFEM
http://www.unifem.is/unifem/index.php?option=com_content&task=view&id=232&Itemid=96
Bleik orka á Akureyri þann 8. mars:
http://www.jafnretti.is/jafnretti/?D10cID=ReadNews&ID=349
MFÍK og fleiri samtök þann 8. mars í Tjarnarsal:
http://www.mfik.is/8.%20mars/8.%20mars%2008.pdf
Og síðast en ekki síst, kaupið nælurnar af Zonta konum.
Kaupið rósanælur af Zontakonum 7.-8. mars til stuðnings Stígamótum:
www.stigamot.is
Í lokin ætla ég að senda ykkur persónlegar kveðjur í tilefni dagsins og senda ykkur myndir af fiðrildinu mínu.
Magnea Sindradóttir nákvæmlega 1 árs og 10 mánaða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.3.2008 | 21:33
Áframhald af Norðurljósablús
Eins ég sagði í færslunni hér á undan var ég á Hornafirði um helgina að borða góðan mat og hlusta á blús. Seinna kvöldið mitt á Höfn fór ég fyrst heim til kunningjafólks að borða grafnar gæsabringur með melónu og sólberjahlaupi í forrétt og humar í aðalrétt með rósapiparsósu og hrásalati og í eftirrétt var besta súkkulaðikaka sem ég hef fengið með ferskum jarðaberjum og ís. Þetta er nú smá útúrdúr til að kitla bragðlaukana.
Úr matarboðinu gengum við upp á Hótel sex saman og hlustuðum á sænsku sveitina Emil &The Ecstatics. Þeiru voru á fyrstu blúshátíðinni fyrir tveimur árum og hrifust heimamenn og aðrir svo af þeim að ákveðið var að fá þá aftur. Emil Arvidsson sem er söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar hefur spilað blús frá unga aldri, hann var í hljómsveit sem hét The Yong Guns sem hann stofnaði og varð töluvert vinsæl í Svíþjóð og gáfu út tvær plötur, sveitin flosnaði upp og þá stofnaði Emil þetta blúsband eða Emil &The Ecstatics sem er eitt af topp blúsböndum í Sverige í dag. Þeir hafa gefið út tvo eða þrjá diska og spila soulskotinn blús. Johann Bendriks spilar á hammond orgel, Tom Steffensen á trommur og Mats Hammerlöf á rafmagnsbassa. Þeir eru ferskir og skemmtilegir eiginlega grallaralegir, náðu miklu stuði upp og fantagóðir tónlistarmenn.
Að síðustu fór ég á Víkina og hlustaði á Johnny And The Rest. Íslensk hljómsveit með ungum mönnum, samt yfir tvítugt. Í prógrammi er sagt að tónlist þeirra sé alveg frá hreinum blús út í sækadelíu (phsycadelic, progressive) og djassáhrif. Þeir hafa m.a. unnið tónlistarkeppni um plötusamning hjá Cod Music. Ég þekki akkúrat ekkert til þeirra en þeir voru kröftugir og skemmtilegir með of mikin hávaða fyrir mig enda spila þeir eins og flestir ungir menn i hljómsveit með mikilli greddu.
Þessi helgi var ævintýri og ekki laust við að mig langi aftur í þetta ævintýri. Það er í það minnsta óhætt að mæla með ferð á Norðurljósablús - mikil upplifun.
Bloggar | Breytt 5.3.2008 kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.3.2008 | 16:10
NORÐURLJÓSABLÚS 2008
Ég var á Höfn í Hornafirði um helgina á blúshátíðinni Norðurljósablús og skemmti mér konunglega. Ótrúlegt að svona lítill staður eins og Höfn er skuli hafa fundið upp á þessu og það um miðjan vetur. Þeir héldu hátíðina í þriðja skiptið núna og buðu upp á tólf hljómsveitir.
Ég sá fjórar af þessum tólf ein var að vísu farin af staðnum þegar ég kom. Danska sveitinn Öernes Blues Band spilaði á Hótel Höfn á föstudagskvöldið og voru þeir með þeim eldri af öllum spilurum eða á mínum aldri. Þeir hafa spilað saman í 23 ár og voru rosalega góðir, mjög þéttir og spiluðu músík sem er ekki ný á nálinni, svona eins og Jimmy Reed, Allman Brothers, Jimi Hendrix Freddie King og Robert Johnson. Undir þeirra spilamennsku leið mér vel og fann fyrir nostalgíunni flæðandi.
Á eftir dönsku sveitinni kom íslenskt band, Hulda Rós og Rökkrtríóið. Hulda hefur gullfallega rödd og ég hlustaði á hana taka þrjú lög og svo dreif ég mig heim í háttinn.
Segi ykkur meira frá þessu í kvöld - er að fara í leikfimi.
Get þó bætt því við að ADHD 800 spiluðu dagin áur en ég kom og voru þrusugóðir, enda ekki við öðru að búast með Davíð Þór Skagamann á hljómborði, bræðurna Óskar og Ómar Guðjónssyni á saxa og gítar, og Magnús Tryggvason á trommur. Þeir höfðu heimsótt skólanna um daginn og spilað um kvöldið og gert mikla lukku. Þeir voru víst meira jazzaðri en blúsaðir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.2.2008 | 15:46
Átárátta og ferming
Nú er ég komin í ekki aðhald heldur fráhald - gafst upp á að temja átfíknina og leitaði hjálpar hjá GSA - 12 spora kerfið og einn dagur í einu. Svakalega er ég glöð að hafa stigið skrefið. En það er ekki allt - nú er það dagurinn á morgun sem ég þarf helst að hugsa um. Sem betur fer er ég í ágætu formi líkamlega, en sykurfíknin er ógnvænleg. Þetta snýst heldur ekki bara um átið heldur hvað þú setur ofan í þig og nú horfi ég fram á við og hugsa góðar hugsanir um betri líðan í kroppnum.
Ég er að fara í fermingu elsta barnabarns míns þann 6. apríl n.k. í Vejle og ég hlakka til fararinnar. Hvað er skemmtilegt núna í fermingargjöf fyrir stelpu?
Ef þið hafið hugmyndir þá vil ég endilega sjá þær í kommentunum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
24.2.2008 | 12:19
Eitt ár og meira eða fjórtán dagar.
Þann 9. febrúar 2007 birti ég fyrstu bloggfærslu mína undir fyrirsögninni: JA HÉRNA, NÚ ÞYKIR MÉR TÍRA Á SKARINU.
Þetta var smáminning um ömmu mína sem hafði mikil áhrif á mig sem barn. Hún kenndi mér að prjóna, las fyrir mig sögur, gaf mér kandís, kom með gull og gersemar frá Ameríku eftir heimsóknir til fósturdóttur sinnar, var haldreipi mitt og systkinanna í húsinu, ég fékk að gramsa hjá henni í skápum og máta föt og svo var hún sérstaklega góð við mig á táningsngsárunum. Ég byrjaði minn búskap í íbúðinni hennar sem hún bjó í síðustu árin í húsinu hennar og afa þar sem voru fimm íbúðir og hún var komin í minnstu íbúðina. Amma Helga fór á Hrafnistu í Laugarási og lést þar.
Hún var ljósmóðir og tók á móti börnum í heimahúsum, hún lærði ljósmóðurfræðin í Danmörku og þótti gott kvonfang fyrir afa sem var ekkill og átti 4 börn. Þau eignuðust ekkert barn en ólu upp að hluta sonarson afa og tóku eina fósturdóttur sem giftist til Ameríku.
Ég man eftir því að það var talað um ömmu að hún væri óbyrja, þetta heyrist ekki í dag.
"Það var stjúplangamma mín Helga Sigurðardóttir ljósmóðir sem notaði þessa setningu "Nú þykir mér tíra á skarinu" oftar en ekki á mínum uppvaxtarárum. Mér fannst hún passa ágætlega við í þessu tilfelli þegar ég fer af stað með fyrstu bloggfærsluna.
Annars var hún oft kölluð Ljósa af þeim börnum sem hún tók á móti og þekkti ég þá nafngift vel því faðir minn kallaði hana aldrei annað. Það fer vel á því að minnast hennar ömmu með þessum hætti því ljósið tírði oft í kringum hana."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Það kom að því að þeir buðu bloggurum að hafa auglýsingafríar síður. Nú getið þið reiknað út hvað það kostar að hafa blikkandi auglýsingu á bloggsíðunni fyrir auglýsandann. Annars hvað eru margir bloggarar á mbl.is?
Auglýsingar geta verið skemmtilegar og gefið heilmikið af húmor og listrænum töktum. Ég hef unnið að auglýsingaöflun fyrir blöð og kannast aðeins við þetta. En það sem var leiðinlegast við þessa auglýsingu var sú yfirgengilega ósvífni að hella þessu yfir bloggsíðuna án þessara möguleika í upphafi!
En nú er þetta afstaðið og ég komin aftur með myndir af fjölskyldumeðlimum.
Hér eru mamma og pabbi. Mamma varð 79 ára 19 febrúar, pabbi er 82 ára frá því í desember. Þessi mynd var tekin af þeim í áttræðisafmæli pabba fyrir rúmum tveimur árum. Nú er pabbi veikur á spítala eftir heilablæðingu og getur ekki gengið né talað. Þau heita Eyja og Agnar.
Þarna er hann Sindri minn í Kaupmannahöfn í nýju íbúðinni sinni sem hann var að kaupa á Englandsvej á Amager, hann heldur á Magneu sinni sem verður 2ja ára í sumar.
Hér er Magnea með myndavélina hennar mömmu sinnar, hún er orðin vön að prósa - en mig grunar að það sé bakslagur í litlunni með fyrirsætubransann!
Magnea með mömmu sinni. Þær eru sætar!
Nú er ég í krútta- og hamingjukasti, þau komin í íbúðina sína og ég fer til þeirra í byrjun apríl.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
11.2.2008 | 15:15
Hefur axlað ábyrgð með því að missa völdin í 100 daga! Finnst ykkur það?
Nú er nóg komið. Vilhjálmi finnst hann hafa axlað alla ábyrgð á Rei klúðrinu með því að hafa verið frá völdum í 100 daga!
Hvað er að?
Núna finnst mér að allur meirihlutinn eigi að fara og skammast sín. Afhverju hætta þau ekki og fara fram á bráðabirgðalög til að hægt verði að kjósa.
Menn verða bara að aðskilja verk sín og persónu, ef þú ert í pólitík þá er ekki hægt að setja tilfinningarnar á pall fyrir alþjóð og halda svo áfram í sömu áráttunni!
Villi minn fólki getur þótt vænt um þig en fólki þykir ekki vænt um það sem þú gerir. Þar að auki getur þú sett samasem merki milli þín og hinna borgarfulltrúanna eins og fjölskyldufaðir gagnvart börnum sínum, ef þér verður á og lagar það ekki sem fjölskyldufaðir dregur þú börnin með þér í niður. Þú ert þó forustumaður fulltrúa þinna.
Hættið þessu.
Ég ætla ekki að blogga meir á þessum vef fyrr en auglýsingin verður tekin af blogginu. Góðar stundir bloggfélagar.
![]() |
Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (44)
9.2.2008 | 18:59
Þarfir manneskjunnar.
Ég og mannurinn minn erum búin að baka pönnsur, þeyta rjóma og finna allar sultukrukkur sem til voru á heimilin og sporðrenna nokkrum pönnsum með rjóma og sitthverri tegundinni af sultum og hlaupi.
Það var rababari, rifsber, sólber, allt heimatilbúið og svo voru blönduð berjasulta bakarameistarans og Drottningarsulta. Nokkrar sykraðar líka.
Það væri synd að segja að þetta væri ekki eitt það besta sem ég fæ! Namm.
Ég reyni að vera ekki að hugsa of mikið um það að veðrið er að koma í veg fyrir Reykjavíkurferðir, það er ágætt að hvíla sig heima og hlusta á veðrið og njóta þess að eiga þak yfir höfuðið.
Nú er pabbi minn búin að vera á sjúkrahúsi í einn mánuð eftir að hafa fengið heilablóðfall. Hann er lamaður öðrum megin og hefur misst málið. Hann á erfittt með að tjá sig og gerir það með bendingum með vinstri hendinni. Hann getur verið í hjólastól og er farin að ýta sér áfram á stólnum með vinstra fæti. Hann er líka nýfarin að geta sett svolítinn mat upp í sig með vinstri hendinni en á erfitt oft með að halda matnum uppi í sér, því helmingur munnsins er lamaður líka.
Okkur voru ekki gefnar neinar vonir um að mátturinn kæmi aftur í likamann og hann gæti alls ekki talað aftur. Núna á þó að reyna talþjálfun eða einhverja táknmálsþjálfun svo hægt verði að skilja hann og hann geti tjáð sig um sínar innstu þarfir.
Hann fer ekki í og úr rúmi nema með hjálp tveggja einstaklinga og á klósett líka. Til öryggis er sett bleija á fólk sem lendir í þessu, samt hefur hann þörf fyrir að fara á klósett, en hann þarf hjálp og getur ekki hringt bjöllu heldur bíður hann eftir aðstoð annað hvort eftir rútínu eða þegar munað er eftir honum. Hann er því alveg með sömu umhugsunarþarfir og ungabarn.
Síðast þegar ég kom til hans varð hann óður og uppvægur og sýndi mér alltaf með handapati að hann vildi inn á skolið á ganginum og ég spurði hann hvort hann þyrfti að pissa og hann jánkaði því. Ég rúllaði stólnum inn í stofuna hans, þar er klósett og hringdi á aðstoð og sagði þeim að hann vildi pissa.
Tvær konur opnuðu dyrnar á klósettinu og ætluðu að rúlla honum inn en minn tók í hurðina og stoppaði þær og benti á rúmið sitt. Þær settu hann í rúmið og fóru að taka af honum bleijuna og önnur konan leit á mig og sagði að hann væri rennandi blautur. Hann var settur í nýja bleiju og ákveðið að hann hvíldi sig aðeins í rúminu. En pabbi undi sér engrar hvíldar fyrr en hann var komin aftur úr buxunum og næstum því úr bleijunni, ég reyndi að tala um fyrir honum og stoppa það og tók hann úr einhverjum netbuxum sem voru utan um bleijuna, hélt að það pirraði hann og setti hann aftur í síðbuxur. Hann slakaði á í smátíma og byrjaði aftur að rífa sig úr og nú tókst honum það og þá skildi ég loks hvað var að hrjá hann. Hann var bara brunninn í náranum, takk fyrir.
Þetta tók á, því ég hef aldrei hjálpað föður mínum með neinar af hans þörfum fyrr en nú s.l mánuð. Hann hefur alltaf séð um sig sjálfur og aldrei kvartað undan neinu sem hrjáir hann líkamlega. Ég hringdi aftur á aðstoð og það var borin áburður á hann og hann varð glaður í bragði, fór í stólinn og fram í setustofu að horfa á fréttir í sjónvarpinu.
Það er ótrúlegt að vera komin í þá aðstöðu að vera með foreldri sitt eins og ungabarn, ég er auðvitað þakklát fyrir það að geta gert eitthvað fyrir pabba og hann er líka þakklátur fyrir það og hefur aldrei verið kelnari enda hans leið til að sýna þakklæti sitt.
Það eru líka ótrúlegt að konurnar sem vinna við þessi störf eru góðar og kunna mikið. Mér varð á orði við pabba um daginn að ég hefði bara átt að læra hjúkrun, en auðvitað kemur þetta smátt og smátt. Það sem er erfiðast er að stíga yfir þau mörk sem eru í samskiptum foreldra og barna sem hefur að gera með ákveðna virðingu þ.e.a.s. innri virðingu sem er líkamleg, andleg og hæfileikar sem honum er ekki sama um. Það verður að breytast í ytri virðingu.
Ég hugsa mikið um æðruleysi þessa dagana því það er það sem pabbi hefur sýnt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
8.2.2008 | 17:32
Þarna hefði ekki mátt muna miklu...
... að stórslys gæti orðið. Rútan var full af unglingum á leið á íþróttamót. Bloggvinkona mín, hún Kristjana átti son í rútunni og leið ekki vel í dag við þessar fréttir. En sem betur fer fór betur en á horfðist.
![]() |
Engin meiðsl þegar rúta valt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
-
jenfo
-
jonaa
-
kolgrima
-
annaeinars
-
krummasnill
-
draumur
-
heg
-
ringarinn
-
olapals
-
christinemarie
-
gudrunkatrin
-
sunnadora
-
helgamagg
-
gisgis
-
svanurg
-
pallijoh
-
olinathorv
-
skordalsbrynja
-
lillagud
-
hlynurh
-
siba
-
fridust
-
gurrihar
-
rosa
-
annriki
-
heidathord
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
ragnhildur
-
gisliivars
-
stormur
-
ragnarfreyr
-
jakobk
-
hjolaferd
-
ingasig
-
reni
-
arnalara
-
alfholl
-
fridaeyland
-
soley
-
toshiki
-
korntop
-
kallimatt
-
saxi
-
bryndisfridgeirs
-
hugsadu
-
astabjork
-
kiddip
-
skaftie
-
thor
-
huldam
-
annaragna
-
fjola
-
kloi
-
hronnrik
-
manisvans
-
brandarar
-
truno
-
vefritid
-
samfo-kop
-
para
-
gattin
-
adhdblogg
-
tryggvigunnarhansen