Leita í fréttum mbl.is

Afkomendur, formæður og forfeður

Barnabörnin mín eru alltaf endalaus uppspretta fallegra, hlýrra og jákvæðra hugsunar. Myndirnar er sá þáttur sem yljar manni þegar ekkert af barnabörnunum fimm búa á Íslandi.

Í dag talaði ég við Ylfu Eiri í símann og sagði henni hvað ég saknaði hennar frá því hún var hér um jólin og gerðist svo eigingjörn að færa það í tal við barnið að næst gæti hún komið ein til að vera hjá ömmu um tíma. Hún er 6 ára og er byrjuð í skóla, hún sagði í dag við mig aðspurð um hvort væri gaman að það væri.

En mamma hennar segir að hún er óhress með það að fá ekki að læra á bækurnar eins og lestur, reikning og skrift. Þau eru í svokölluðu fornámi og það er mikil sköpunarvinna málun, klipp, leir og fleira.

Ylfa Eir er alveg sérstaklega góð í öllum lausnum og ótrúlegt hvað hún finnur góðar lausnir og er óhrædd við að prófa. Dæmi um það er, að þegar hún var hér að baka piparkökur hjá mér, kenndi ég þeim að leggja öll formin á deigið í einu og þrýsta á með höndum og taka þau svo öll af. Ylfa sparaði sér vinnuna með því að nota kökukeflið á formin og rúllaði nokkrum sinnum yfir og þá var hægt að losa formin. Þá var maður laus við auma lófa. 

Skóli Ylfu Eirar er í Ingaredskólen  sem er rétt hjá Alingsas  í Svíþjóð, eftir skóla fer hún á leikskólann sinn því hann er líka skóladagvist fyrir börnin í hennar hverfi upp í 10 ára, hann heitir Norsen og er í Lerum kommune. Ylfa Eir hefur því altaf verið á blandaðri deild í leikskóla frá eins árs upp í tíu ára sem er sérstakt og skemmtilegt.

 Hér kemur mynd sem tengdadóttir mín, hún Aldís tók þegar hún var í heimsókn hjá Hrund Ýri dóttur minni og fjölskyldu í sumar. Efri röð frá vinstri er, Edda 4ára, Svo kemur Ylfa Eir 6 ára og Jón Geir 4 ára tvíburi á móti Eddu, fyrir aftan þau er sonur minn Sindri með sína dóttur Magneu eins og hálfs árs. Þau ættu svo að þekkjast á hinum sem eftir er.

Nú þegar pabbi minn er orðin veikur og liggur inni á spítala 82 ára þá rennur þetta allt í gegn eins og svipmyndir hjá mér frá því ég var lítil stelpa að hugsa um langafa og langömmu og ömmu og afa. Ég hef hugsað um mína ömmur og afa undanfarið og verið reyna setja mig inn í þær tilfinningar sem þeir sem á undan mér eru höfðu við veikindi og missi sinna foreldra og ömmur og afa. Svona hugsanir eru óhjákvæmilegar þegar breytingar verða á heilsu okkar nánustu.

Sennilega er þetta allt orðið afar fráhverft börnum en ég ólst að hluta til upp í sama húsi og langafi minn og stjúplangamma mín sem lifði þangað til ég var í kringum tvítugt. Pabbi og mamma eiga orðið 14 barnabarnabörn og 15. á leiðinni.

 

 

 

 

 


Dúndur - Dúndur - Dúndur, þótt fyrr hefði verið!

Til hamingju Stígamót.Wizard


Þetta er eitt það besta sem ég hef séð í allri viðurkenninga, styrktar og verðlaunaflórunni sem flæðir yfir okkur alltaf á þessum árstíma með fullri virðingu fyrir þeim sem það hefur hlotnast.

Afhverju þarf alltaf að heiðra, styrkja, verðlauna og viðurkenna svona ofboðslega marga á sama tíma? Er ekki hægt að dreifa þessu svo ég í það minnsta geti fylgst með og gleðst með líka?

Ég er fegin að þessi viðurkenning er fyrir samtök og það gegn mansali.

Til hamingju aftur.Heart


mbl.is Stígamót fá alþjóðlega viðurkenningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómarastéttin eða lagavitleysur?

Hvað þarf mikið til? Hvaða úrræði hefur fólk í þessari aðstöðu? Skildi hafa verið tekið tillit til þess að maðurinn hefur ekki stundað áreiti frá því nóvember 2007 en bara í níu ár á undan eða þarf áreitið að vera stanslaust þangað til dómur fellur í málinu - hvað veit ég!

Kona spyr sig?

Hver andsk... er þetta - má hún skipta um nafn kannski og láta sig hverfa til annars lands?

Kannski þetta verði svoleiðis í framtíðinni allar konur Íslands flýja land vegna áreitis karlmanna og ofbeldis, allt leyfilegt á Íslandi.


mbl.is Kröfu um nálgunarbann hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem vilja Hillary Clinton á forsetastól í BNA

koma með allt sem þeir vita um stöðuna í BNA frá vinum og vandamönnum og fréttamiðlum þar í landi sem fylgst er með.

Mér finnst nauðsynlegt að þeir bloggarar sem styðja kjör Clintons þjappi sér saman og leggi sitt til málanna til að hafa svolitla stemmningu yfir þessu.

Koma svo, allir stuðningsmenn - enganiðurrifsmenn eða úrtölufólk, takk fyrir.Cool


mbl.is Skoðanakannanir staðfesta breytta stöðu McCains og Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fyrir KARLMENN og viðkvæma

Þessa hugmynd að fyrirsögn stal ég frá bloggvini mínum Þorsteini Ingimarssyni. Nokkrir bloggarar hafa bloggað um þessa frétt eða vegna þessara fréttar um barsmíðar unglings gegn kennara í skóla. Það sem er fréttnæmt við þetta frá mínum bæjardyrurm séð er að þetta skuli vera gert opinbert því það er ekki ósjaldan sem kennarar verða fyrir barðinu frá nemendum nú til dags bæði meðvitað og ómeðvitað. Það er sjaldnast eða aldrei tilkynnt til lögreglu hvað þá kært enda eiga  skólar samkvæmt lögum að starfa í samvinnu við foreldra. En stundum hafa foreldrar ekki áhuga eða getu til samstarfs.

Stundum heyrast raddir þess efnis að agaleysi barna sé vegna virðingaleysi gagnvart kennurum. Í grunskólanum í dag er mikill meiri hluti kennara konur , getur verið að viðhorf nemenda endurspegli þá fyrirlitningu og ofbeldi gegn konum sem á sér stað í þjóðfélaginu?


mbl.is Veittist að kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil konu sem hefur unnið með fjölskyldum og börnum í réttindamálum.

 

160px-Hillary_Rodham_Clinton

Auðvita vona ég að Hillary komist að, en þetta er erfitt að sjá út úr þessu núna ef marka má fréttir þaðan.

Sammála henni um alvarleika málsins, þetta er ekki leikur. Obama er ungur fallegur sýnir konuna sína og litlu sætu börnin sín. Það er ekki gott að vera miðaldra í USA en það er gott að vera ungur og hefur alltaf verið eins og ég hef séð það frá því að ég var barn.

Það sorglegasta ef satt er, að konur séu farnar yfir til Obama. Gaman væri að vita aldur þeirra og samfélagslega stöðu. Karlar stjórna en allt of miklu í Bandaríkjunum líka konunum sínum.


mbl.is Clinton beygði af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnabörnin aftur

Nú er Sandra María farin frá mér og fer með flugi í dag til Billund og á morgun fara tvíburarnir og Ylfa Eir.

En nú ætla ég með tvíburana í klippingu og svo förum við til Reykjavíkur og ég kveð þau öll.

DSC01242

Tvíburarnir í baði hjá ömmu á Skaga Edda og Jón Geir. InLove

Ég fer með myndavélina og tek myndir af herlegheitunum - bless á meðan!Heart


Metskilabókin er...

..."Harðskafi"  Arnaldar og var líka metsölubókin. Gaman væri að vita hvað þær voru margar sem seldust eftir skilin.

Það er glinggló þetta æði sem rennur á nýrembuna í okkur, allir kaupa einn höfund og ímyndunaraflið vantar töluvert. Krimmahöfunadarnir eru samt orðnir æði margir á Íslandi og það eykst með hverju ári.

Við eigum t.d. Yrsu, Árna Þórarins og Ævar Örn Jósepsson, en ekki man ég bókarheitin hjá þeim nema síastnefnda af einni bók "Skítadjobb"!

Afhverju ætli það sé?

Þorgrímur Þráinsson sagði að hann gæti ekki annað en verið glaður með sölu sinnar bókar í sexþúsund eintökum en bjóst við meiru!Blush

Nú er hann komin í ÚTRÁS!

Jú til Danmerkur ætlar Þorgrímur að kenna bjórbaunavömbum hvernig þeir eigi að elska konur sínar.

Gaman hjá þeim.

Æi eg er orðin púruleg og tala betur við ykkur síðarSleeping


mbl.is Metskilabókin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsta og yngsta barnið og elsta og yngsta barnabarnið.

DSC01275

Frumburður minn Heiða 38 ára og örverpið 19 ára að máta jólagjafir. Hér voru mikil nærfatajól!

DSC01320

Sandra María 13 ára elsta barnabarnið og Magnea yngsta barnabarnið.

DSC01240

Hér eru Edda og Ylfa Eir að skreyta piparkökur hjá ömmu á Akranesi.

DSC01234

Jón Geir orðin leiður á skreytingum og finnst skemmtilegra að fá smá hveiti til að leika með.


Brúðkaupsdagur minn!

Í dag á ég brúðkaupsafmæli og á tvö ár í Perlubrúðkaup. Ef ég hefði haldið áfram með hjónaband nr. 1 þá væru árin átta árum fleiri og komin hátt í gullið! HahahaLoL

Ég man þegar við giftum okkur hjá borgadómara í Reykjavík, systir mín og sameiginleg vinkona okkar voru svaramenn. Eftir það var haldið út á Seltjarnanes til foreldra minna til að tilkynna þeim að við værum gift. Maðurinn minn hringdi í foreldra sína vesur á Snæfellsnes og svo systkini sín sem ekki voru en heima í foreldrahúsum.

Ég var komin sjö mánuði á leið af frumburði okkar og giftist í víðum þunnum lérefts/bómullarkjól svona off white með blómvönd úr þurrkuðum blómum (það var í tísku þá) sem Binni bjó til.

Um kvöldið fórum við í samkvæmi hjá vinkonu okkar, sem var svaramaður og þegar leið á kvöldið var ég orðin dáldið þreytt og vildi heim - en maðurinn minn vildi vera lengur og mér fannst það nú í góðu lagi. Systir vinkonu minnar var þarna með eitt hjónaband á bakinu og fannst þetta ekki sérlega smekklegt af brúðgumanum að fara ekki heim með brúðinni!GetLost

Ég hef oft hugsað um þetta til baka og reynt að setja mig í systur vinkonu minnar spor og get vel séð að þetta hefur ekki litið vel út, en við vorum í sæluvímu, með gjörólíkan lífsstíl systurinnar sem var dama, en við í hippaútlitinu og lifðum eftir því þangað til barnið kom.Smile

Heart Whistling Wizard Gleðilegt ár öll sömul!Wizard Whistling Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband