Leita í fréttum mbl.is

Magnea og níu ættliðir.

"Allir hlustuðu þegar hann talaði" sagði presturinn séra Jón Dalbú við útför Sigurbjörns biskups. Það væri líka hægt að heimfæra þessa setningu upp á ömmubarnið mitt hana Magneu litlu tveggja ára  og þriggja mánaða.

Hún er búin að vera á Íslandi í næstum þrjár vikur bæði hér og hjá ömmu og afa í Laxakvíslinni Signý og Páli. Hún fór í morgun með mömmu sinni til Kaupmannahafnar og kom út í 20 stiga hita og vildi ekki fara inn til sín heldur beint á hjólið sitt að hjóla.

Sind með Magn að hjól

                Pabbi Magneu hjálpar henni að hjóla

Við erum sammála um það ömmurnar og afarnir að hún er búin að vera mikill gleðigjafi, alltaf kát, jákvæð og með mikinn húmor. Hún kvaddi langalangafa sinn sofandi í kerrunni. Hún er eitt af þremur langalangafabörnum Sigurbjörns og er hún þá níundi ættliðurinn sem Sigurbjörn hefur átt samneiti við í sínu lífi.

Það er sérstakt að hafa lifað og starfað með níu ættliðum!

Skírnardagur Magneu fyrir tveimur árum, hún fékk nafn langalangömmu sinnar og þá var frændi hennar líka skírður, Árni Bergur eftir afa hans.

 


mbl.is „Allir hlustuðu þegar hann talaði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegt kvikindi

477423A[1]

Mér finnst gaman af skordýrum, sérstaklega finnst mér skemmtilegt að spá í þau með börnum. Þau eru svo einlæg og hafa svo mikið hugmyndaflug í umræðum um skordýr.

Það er líka skemmtilegt að leyfa börnum að teikna skordýr og búa til úr leir. Eitt það skemmtilegasta sem krakkar skoða eru skordýrabækur á bókasafninu og allskonar  dýrabækur. Þau lifa sig svo mikið inn í þær og eru á flugi við að segja hvort öðru um hvað skordýrin geta og hvort þau eru eitruð, hættuleg og fleira.


mbl.is Risakönguló í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin og Sjallar nær jöfn, en Samfylkingin örlítið yfir! Húrra!

Þetta kitlar, ekki hægt að neita því. Ég hef beðið eftir þessu í 25 ár að Íslendingar eignist Jafnaðarmannaflokk á við flokkana á Norðurlöndum.

Kannski er að styttast í grænt ljós?

En þetta er nú ekki mikill munur á flokkunum - og enþá eru margir jafnaðarmenn í Sjálfsræðisflokknum!

Og hvað erlangt til kosninga? Það er allt of langt miðað við þessa könnun - hvernig förum við nú að því að halda henni við?

Ætli Samfylkingin taki ekki upp slagorð Sjallana, "Saman við stöndum hér, sundraðir föllum vér!

HahahaahToungeGrin

 


mbl.is Samfylkingin með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sannleikurinn er sagna bestur"

Mér sýnist þessi auglýsing sem  fylgir fréttinni vera tilvalið model fyrir ýmsar uppeldisstofnanir eins og leikskóla, skóla og ekki síst frístundaheimili þar sem mönnun í störf hafa gengið illa.

Foreldrar 6 ára stúlku segja frá því í dag í blöðunum hvernig stúlkan þeirra verður viðskila við skólafélagana af því að hún fær ekki pláss á frístundaheimili, þau líkja þessu við einelti í kerfinu.

Að einu leyti er ekki hægt að herma eftir og það er að greiða mannsæmandi laun!

En það getur þessi kona eða foreldrar á Manhattan. Ætli þessi kona hafi kynnst Óla Stefáns handboltamanni?

Þetta er akkúrat mergur málsins börn eru erfið í jákvæðum skilningi, þetta eru gullin okkar sem á að hlúa margfalt betur að.

Óli ætti að verða uppeldisfrömuður á fleiri vígstöðvum, miðla foreldrum hvernig vont getur orðið gott og gott getur orðið betra. Hugsa inn á við og hafa markmiðin eftir sannleikanum!


mbl.is „Börnin mín eru erfið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andanefjur leika listir sínar fyrir Leikhús Akureyrar

Akureyri hefur verið með vinsælli ferðamannastöðum á landinu og ekki þurft neitt extra til að laða að sér ferðamenn. Það er því bónus að fá svo sjældgæfa gesti sem Andanefjur eru inn á pollinn sem gerist nær aldrei nema eitthvað sé að, því þarna eru úthafshvali að ræða.

Eitthvað skildist mér á fyrstu fréttum að þetta væri móðir með kálf og hún hafi reynt að ýta við afkvæminu eins og hún vildi fá hann út á haf með sér. En nú eru þeir búnir að vera á pollinum í u.þ.b. viku. Þeir leika listir sínar og sjást vel frá Leikhúsi Akureyrar, það mætti halda að þeir séu sendir af einhverju óþekktu fyrirbæri til að þakka listagyðjunni fyrir sig.

Magnea mín er búin að vera hér hjá okkur síðan á fimmtudaginn og nú er hún á förum á morgun til hinna ömmu og afa í Reykjavík. Pabbi hennar er flaug í gær til Akureyrar í vinnu og verður frá Magneu sinni í fjóra mánuði. Það var því trist kveðjustundin fyrir hann í gær að skilja við litla fallega einkabarnið.

Ég og Magnea busluðum í heita pottinum snemma í kvöld og sýndum hvor annari listir okkar.

DSC01835 - Copy

MAGNEA AÐ TEIKNA FINGUR

Hér er ungfrú Magnea 2ja ára síðan 2. júní að teikna eftir fingrunum á blað. Þarna situr hún vil tölvuna hennar ömmu Eddu.


mbl.is Gestalæti á Pollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort viltu epli eða appelsínu?

Nú sitjum við fjölskyldan í stofunni og horfum á leikinn. Ég skautst aðeins í tölvuna til að hugsa ekki of mikið um leikinn eftir að það var komin átta marka munur.

Ég er auðvitað súr, stoltið er mikið. Ég reyni að hugsa samt um það að þetta er gott hjá þeim hvernig sem fer, eeen það er erfitt að horfa upp á "strákana" sína burstaða.

Björgvin var tekinn út úr markinu í smástund og þá fór ég að hugsa um álagið, bara 23 ára, rosalegt.

En hugsið ykkur 15 til 20 medalíur heim og það silfur!

Leikurinn sem birtist fyrirsögninni fór ekki eftir getu manna heldur vinsældum félagslega og það gildir um strákanna okkar, þeir eru allir appelsínur eða epli.


mbl.is Telja fullvíst að Frakkar vinni Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnea kemur á morgun og stoppar í viku!

Tvö góð saman

Sjáðu afi sooooona!

hvað segirðu Magnea mín ...svona?

Já og líka soooooonna

Sonnnnna - já, akkúrat!

Hún fylgir pabba sínum til Íslands og svo kemur mamma hennar og sækir hana um þar næstu helgi!


Hvernig ætli íslenskir kennarar séu í sögunni?

Þetta kemur mér ekki á óvart. Ekki hef ég haldið þessari sögu að þremur sonum mínum sem eru á aldrinum 20 til 28 ára.

Þegar ég flutti til Danmerkur 1982 og fór strax að bera á sjónvarpsefni þæði heimildum og bíómyndum um stríðið og ekki síst helförina. Nú átti að festa þetta ærlega í minni fólks. Sjónvarpsmyndir sem búnar voru til af Gyðingum sem virðast kunna vel að koma áróðri og upplýsingatæknin mikil enda peningar allsráðandi hjá þeim þótt öll þessi hörmung hafi gengið yfir þá.

Á þessum tíma náði þetta hámarki í DK þega 40 ár voru liðin frá stríðslokum eða 1985 og þávar ég búin að fá upp í kok af öllu sem heitir Nasisti og Gyðingur.

Ég hreinlega orkaði ekki að taka meira innog varð bara stúm og depurðin helltist yfir mann. Ég hef ekki horft á bíómynd um þetta efni síðan. Það er líka hægt að ofgera og eyðleggja móttakarann í fólki.

Því er ég ekki hissa á að Svíar eru langt úti á túni í þessari sögu og væri ekki hissa á því að við værum á svipuðu róli, nema þá helst fyrir það að við tókum afstöðu en ekki Svíar.


mbl.is Sænskir kennarar illa upplýstir um helförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegt hvað umræðan á Íslandi er þögguð fljótt.

Mín tilfinning fyrir þessum hörmungum sem gengu yfir sunlendinga í vor sé mun meiri en talað/ritað er um. Eignatjónið er svo gífurlegt, hefur aldrei verið eins mikið og tryggingar bæta ekki allt eignatjónið hvað þá það sálræna.

Engin hefur ráðist í söfnun til styrktar fólkinu sem lenti í þessu svo ég viti. (Leiðréttið mig ef ég fer með fleipur) Fólk þarf peninga fyrir astoð af ýmsu tagi. Það getur verið allt frá bíóferðum til sálfræðings ásamt ýmsu öðru dekri sem er nauðsynlegt fyrir fólk sem lendir í áföllum sem þessum.

Ég hef líka á tilfinningunni að fólk er að bera sig vel og reynir að halda áfram sínu eðlilega lífi sem eðlilegt er, en skortir þekkingu á umhyggju fyrir sjálft sig.

Það kemur fram í fréttinni að konur hafi farið mun verr út úr jarðskjálftanum en karlar. Í þessu tilfelli þurfa konur að hjálpa konum.

Konur eru almennt opnari með sínar tilfinnigar en karlar. En það segir ekki að mínu áliti að þeir eigi ekki líka við mikla áfallröskun að glíma.

Sunnlendingar sendið okkur hinun SOS svo við vitum að við megum hjálpa til og aðstoða!


mbl.is Mesta tjón frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skondið

Er ekki hægt að setja upp svona Offce1 á Akranesi?

Það væri ekkert smá gaman að fara í bókabúð á nóttunni og ekki væri verra ef hægt væri að fá kaffibolla með!

Namm ég sé þetta alveg fyrir mér, ég ligg andvaka og get ekki sofnað, ég fer af stað fram og næ mér í vatnsglas og drekk það og leggst aftur í rúmið en mér gengur ekkert að sofna. Þá fer ég fram aftur og man allt í einu að Office1 er opið, váá, ég þangað!

Svo klæði ég mig í og fer út og tek hjólið og hjóla í Office1, skoða híbýlablöðin, Allt for damerne, Femine, Vogue og guð má vita hvað!

Svo væri hægt að fá te eða kaffi með róandi og svæfandi elementum!

Oh ég bíð eftir svona draumabúð í mínum heimahögum,

Þangað til eruð þið velkomin til mín ef þið vakið á nóttinni.


mbl.is Verslanir Office 1 opnar allan sólarhringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband