Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
29.8.2007 | 09:22
Bloggtregða
Tregða er ágætt orð. Svoleiðis er það núna hjá mér. Ég er með tregðu. Get ekkert bloggað í bili og tek mér bara hvíld og fylgist með hinum.
Skjáumst!
Edda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
26.8.2007 | 13:39
Leikskólapláss (vöggustofu) og geðvernd.
Það eru tvær greinar í Morgunblaðinu í dag sem vekja athygli mína. Sú fyrri snýr að barnafjölskyldum og þrautargöngu þeirra fyrir þjónustu við börn þeirra eftir að barneignarleyfi lýkur og sú seinni fjallar um geðsýki ungs manns austan af héraði og þjónustuna við geðsjúka í dreifbýli.
Í fyrrasumar dvaldi ég í Kaupmannahöfn og vann á vöggustofum. Þar er tekið við börnum á vöggustofur 6 mánaða gömlum þótt það sé ekki algengt - flest koma inn um 1 árs aldurinn en mörg fyrr og mörg seinna. Úrræðin hér á landi eru dagmömmur og þær anna ekki eftirspurn í Reykjavík. Foreldrar verða því að leita sjálf leiða til að brúa bilið á milli loka fæðingarorlofs og þangað til barnið hefur rétt á leikskólaplássi. Það gengur ekki árið 2007 að foreldrar séu enn í sömu sporum og ég var árið 1970.
Sveinn Snorri Sveinsson segir í ýtarlegu viðtali í dag að hann hafi barist við bæði neyslu og geðsjúkdóm í mörg ár sem endaði með andlegu áfalli og hafi aldrei komið til baka aftur en hann reyni ákaft að koma aftur til baka og muni halda því áfram. Þetta er lífsjátning og reynsla sem margir þekkja frá sjálfum sér og annara sem nálægir eru. Nú er hann formaður Geðhjálpar Austurlands, en batanum þakkar hann eimitt Geðhjálp og sjálfhjálparhópi á vegum Rauða kross Íslands. Niðurlag ljóðs eftir Svein, sem hefur gefið út nokkrar ljóðabækur og heitir Að veiða drauminn, er svona,
...
Afli skilinn eftir
ásamt veiðistöng á bakka
Eins og einhver hafi
brugðið sér frá
og snúi bráðum aftur
að vitja þessa draums.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.8.2007 | 19:08
Innkaup í IKEA
Það er gaman að hreinsa svolítið til og fá nýtt dót í eldhúsið í skólanum.
Skrýtið hvað það er erfitt að tækla eitthvað sem er erfitt svona eins og umræðurnar um konuna sem lenti í þvagleggssýninu og eins þegar einhver bloggvinur eða bloggmeðlimur missir ástvin. Þetta tvennt hefur verið að minna mig á að hvað það er gott að vera í umhverfi sem gott er að leita til og eða skiptast á hugleiðingum um það sem miður fer hjá okkur. Ég finn fyrir svo miklum yl og skynsemi og ef skynsemin er ekki til staðar er svo auðvelt að leiða það hjá sér. Þeir sem verða fyrir áföllum í líifinu og deila því með okkur hjálpa svo mikið með því að vera með okkur í staðin fyrir að loka. En samt á hver einasta manneskja rétt á að loka.
Takk fyrir alla hlýjuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
22.8.2007 | 13:29
Í skólanum í skólanum...
... er skemmtilegt að vera...
Samkennara mínir eru á fullu að fjarstýra heimilunum í gegn um síma á meðan þeir vinna og flest börn alein heima. Einn kvenkennarinn hringdi kl. 11:30 heim til sín til að athuga hvernig gengi og láta þau vita að hún yrði aðeins seinna lagi heim í hádeginu. Hún á þrjú börn og elsta er að far í 5. bekk 10 ára og næstelsta í 2. bekk 7ára og svo er lítill snáði á leikskólaaldri ca. 4 ára.
7 ára svaraði í símann og segir að allt gangi vel, hún og bróðir hennar að leika saman,bætir síðan við eftir dálitla stund, en ég þarf að segja þér dáldið hræðilegt!
Smá hnútur kom í magann á mömmunni og hún segir til baka, hvað er það?
Veistu það mamma að hún Ninna (10ára) er ennþá sofandi, finnst þér það ekki hræðilegt hún er búin að sofa frá hálf ellefu í gærkvöldi og nú er kl. hálf tólf?
Hvað segirðu, afhverju vekur þú hana ekki , vektu hana núna!
Nei ég ætla ekki að vekja hana mamma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.8.2007 | 13:32
Skáldsögur, leshringir skákmót og (sn)illingar á blogginu.
Hún Jóna er komin með þriðja hlutann af sögunni og ég get andað léttar, hún er ekki alveg búin að fatta að ég er ekkert unglamb lengur og verð að fara sofa á skikk tíma.
Leshringurinn sem Marta er búin stofna eða nánast, lofar góðu og eru margir spennandi bókatitlar tilnefndir en fáir útvaldir.
Anna heitir kona sem semur ljóð, teflir, (ekki bara við páfann), fer í river ravting eða hvað þetta heitir og bullar. Hún er komin með skákfélaga á blogginu!
Jenný bloggar i dag um frétt á mbl.is og vekur upp viðbrögð hjá ýmsum snillingum og líka illingum.
Jenný er feministi og oft þegar sérstaklega karlmönnum mislíkar bloggið hennar að þá eiga þeir það til að klína á hana FEMINISTA stimpli svona eins og helvítis homminn þinn við homma - já það er oft grunnt á því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.8.2007 | 00:27
Framhladssögu vantar...
...JÓNA hvar er sagan?
Er hún ekki að koma?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2007 | 11:51
Reykjavíkurkoppurinn - Snæfellsnesið
Er á leiðinni á Snæfellsnesið. Skoða ber og fleira. Það er allavega gott að komast í þögnina eftir erilinn í þann stutta tíma sem ég dvaldi í Reykjavík í gær og pirraði mig yfir hlandlosun karlmanna á gangstéttum og auðvitað húsum. Karlmenn míga utan í hús eins og hundar og svo lekur hlandið niður á gangstéttir þar sem skórnir manns verða hlandblautir.
Þá vil ég frekar 20 hunda mígandi á móti einum karlmanni.
Annars eru til blómabeð og trjábeð þar sem hægt er að hafa mun snyrtilegri þvaglosun þótt ég sé ekki að mæla með því. Hvað gera konurnar? Afhverju í fjandanum er verið að segja og kenna litlum drengjum að þeir megi pissa næstum allsstaðar? Ég man eftir tveimur litlum drengjum (bræður) sem migu á tröppur og veggi í fjölbýlishúsinu sem þeir áttu heima í - þegar foreldrum var gert viðvart, þá var svarið eitthvað á þessa leið, "þetta eru nú bara litlir strákar" (svo kjut þessar elskur) eða þannig.
Þannig að nú ætla ég á Nesið þar sem dýrin pissa á sinn hátt í náttúrunni og engum til skaða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
17.8.2007 | 23:24
Stuðmenn sk... í buxurnar í orðsins...
...fyllstu merkingu. Þeir hefðu mátt sleppa því að koma fram eftir annars frábært kvöld. Þeir sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir geta ekkert lengur nema að hafa með sér söngkonu og svo þýðir ekki að slá höfðinu við steininn og hafa ekki strengjaleikara og alminnilegt trommusett Þeir afhjúpuðu sig og það verður erfitt fyrir þá að ná upp úr þessu hjólfari. Þeir gætu kannski farið og hresst upp á Britney Spears.
Annars að öðru leiti voru þessir tónleikar frábærir, meira segja Bubbi heldur uppi dampinum eins og nýútsprunginn í bransanum. Mugison og Pétur Ben. voru æðislegir, mér fannst gaman að sjá Nylon og Luxor flokkana þótt tónlistin hafi ekki beint heillað mig, Garðar var eins og flugeldasýning og Todmodil sviku ekki og Andrea er mitt uppáhald, varð það ekki fyrr en ég sá hana "live" hér á Akranesi fyrir nokkrum árum, hún er konfekt. Ekki má gleyma Helga og S.S.Sól sem standa alltaf fyrir sínu.
Æðislegt kvöld og kom á óvart.
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.8.2007 | 12:21
Skólinn byrjaður með námskeiðum...
...í fyrradag. Námskeiðið sem ég sótti heitir Hamskipti og fjallaði m.a. um virðingu í starfi, þ.e.a.s. jákvæðni sem byggist á eigin hugsunum og hugsanabreytingum. Nálgunin er "sjálfið" hvernig líður mér persónulega og skilja á milli starfs og persónulegs lífs. Þetta var góð innlögn á skólastarfinu og ýmis verkefni unnin bæði í hóp og eistaklingslega. Ég ætla að halda áfram í Heimilisfræðinni og einnig að taka að mér skapandi vinnu með 2.bekkjar börnum. Ég hlakka til að takast á við verkefnin og vera með samstarfsfólkinu sem er frábær hópur í Brekkubæjarskóla.
Ég er að fara til Reykjavíkur núna og hitta mömmu mína sem langar að skoða yfirhafnir á Skólavörðustígnum og vill hafa mig með.Það verður spennandi að sjá það sem hún er búin að reka augun í og máta og ætlar að taka ákvörðun í dag.
Hér er komin mynd af fjórum barnabörnum mínum af fimm og sonur minn með sem á Magneu litlu. Allt tekið í stóra pottinum þeirra eldri og foreldra þeirra í Norsesund. Vatnið er svona brúnt hjá þeim vegna ofgnótts járns í því - það verður ekki lagað fyrr en 2008.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2007 | 12:50
Leti og samviskubit yfir letinni.
Ég er bara að vafra á netinu og bloggvinum og nenni engu öðru. Set hausinn inn á milli upp í sólina og horfi meðfram á manninn í nærbuxum einum fata við gluggavinnu, skrap. málningarlímband, grunnur og málning. Ég er í skýjunum yfir hans frumkvæði og dugnaði eeen samviskubitið alltaf til staðar nagandi.
Ég lifi að vísu dáldið á fríinu í DK og Sverige, það var svo gott og söknuðurinn hjá okkur hefur verið mikill.
Jenny er alltaf svo dugleg að setja inn myndir af Óliver sínum og hún gefur mér innblástur svo ég ætla bara líka að gera það. Aldís mín og Sindri minn fóru nefnilega sama dag og ég kom heim til Sverige og hún náði auðvitað ljósmyndarinn sjálfur myndum af barnabörnum sem sýnandi eru!
Sindri minn með Magne sína á vatnabryggjunni í Norsesund.
Edda á hjólinu sem ég og afi Birgir gáfum henni, auðvitað bleikt og Jón Geir fékk blátt. Húsið sem þau eiga og eru alltaf að laga og betrumbæta.
Kem ekki inn fleiri myndum í bili - það er eitthvað stopp - set það í næsta blogg!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen