Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
12.8.2007 | 13:09
Rúllandi Steinar
Eftir Svíþjóðadvölina í góðu yfirlæti dóttur, tengdasonar og barnabarna snéri ég aftur til DK og mannurinn minn og sonur fóru á tónleika Rolling Stone í Parken. Mágur minn fór líka og hans systkin og meðan fórum við út að borða ég, Gyða systir ásamt Steinari syni sínum og Aldís tengdadóttir mín með litlu Magneu méð sér. Fyrir valinu var staður sem Aldís var lengi búin að hafa augastað á og var hann ekta danskur veitngastaður á Amager með útsýni yfir tjörn eða vatn ég veit ekki hvort heldur með fullt af bra bra og Magnea skemmti sér vel við gluggann.
Ég ætla næst á tónleika með Rolling Stone, alveg ákveðið, Jenný Anna þú kemur með!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.8.2007 | 10:31
Gay Pride
Bloggar | Breytt 12.8.2007 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2007 | 20:44
Danirnir sem búa í Svíþjóð.
Það er í tísku að nokkru leyti að búa í Malmö og vinna í Kaupmannahöfn. Þessi tíska er líka vegna hagræðis, allt húsnæði er ódýrara í Malmö en á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. Ég hitti stúlku í fyrra á lestarstöð langt norður af Kaupmannahöfn og var að spyrja hana um lestarferðir og þegar við vorum búin að eiga nokkur orðaskipti spurði hún mig hvort ég væri Íslendingur. Eftir það töluðum við saman á íslensku.
En hún var ekki íslensk, hún var frá Rúmeníu en hafði verið á Íslandi og fengið íslenskan ríkisborgararétt. Hún kom til Íslands 16 ára og kynntist íslenskum manni nokkrum árum seinna og eignaðist barn með honum. Þeirra leiðir skildu en hún hitti samlanda sinn á Íslandi og þau fluttu til DK. Í DK var erfitt að fá húsnæði og dýrt í Kaupmannahöfn svo þau fluttu til Malmö og festu sér íbúð þar. Hún vann hjá snyrtivörufyrirtæki lengst norður af Kaupmannahöfn og hann vann á Kastrupflugvelli. Þau ferðuðust s.s. á milli landa á hverjum degi í vinnu.
Þau eru ekki ein um þetta. Það hefur aukist gífurlega búseta Dana í Svíþjóð og mest í Malmö og nágrenni hennar. Árið 2005 borguðu 8000 Danir skatt í sínu landi með búsetu í Svíþjóð, en í dag eru þeir komnir upp í 21000 sem búa þar og borga skatt í sínu heimalandi - það er 300% aukning. Þetta þýðir bara eitt að Malmö og Kaupmannahöfn eiga eftir að renna saman í eitt þegar fram líða stundir.
Það er allt ódýrara í Svíþjóð nema kjötið.
Bloggar | Breytt 12.8.2007 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.8.2007 | 08:24
Mynd af síðasta barnabarninu en samt elsta...
sem býr líka í útttlandinu eins og öll hin. Hún er orðin 13 ára og get ég því spjallað við hana á msn og í síma. Hún kom hingað í sumar og var hér í hálfan mánuð. Pabbi hennar skrapp til hennar um daginn og var hjá henni í fjóra daga. Þetta er svo erfitt það fylgir öllu þessu róti svo mikil sorg og söknuður.
Sandra María og Högni pabbi hennar heima hjá Heiðu í sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2007 | 12:46
Ekki tilbúin í bloggfærslu...
er ná mér niður eftir fríið í DK og Sverige. Það er ótrúlega erfitt að lenda. Sendi ykkur eitt ljóð úr einni af uppáhaldsbókinni minni PERLUR sem eru ljóð íslenkra kvenna í samantekt Silju Aðalsteinsdóttur. Þetta ljóð er eftir Ágústínu Jónsdóttur (f.1949)
TREGI
Kvik hugsun um þig
tár
sem ég reyni
að strjúka burt.
Þú lífið
á undan storminum
sem skelfir mig.
Tárin koma alltaf aftur
en þú?
Að baki mánans. 1994.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.8.2007 | 23:51
Kem heim á morgun. Smá viðbót af myndum.
Þetta er Ylfa Eir Guðnadóttir 6 ára. Ég tók þessa mynd af henni í sófanum, þar sem hún var að horfa á sjónvarpið í stofunni um morguninn þegar ég fór frá henni. Eins og ég hef sagt áður þá er hún ekki fyrir myndatökur.
Þessa mynd af Ylfu fékk ég senda í dag frá mömmu hennar. Hún tók hana í gær og gat lokkað hana í myndatöku vegna þess að hún hafði fundið frosk úti í garði sem hún heldur á í lófanum.
Að lokum kemur hér ein af Magneu litlu Sindradóttur 14 mánaða sem býr í Kaupmannahöfn og er ný byrjuð á leikskólanum Sundby Asyl á Amager.
Ég er að koma heim flýg kl. 8 í fyrramálið til Íslands eða sex á okkar tíma. Seyougy´s
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.8.2007 | 18:39
Myndir af barnabörnunum í Svíþjóð.
Edda þriggja ára fyrir einu ári síðan.
Edda að krækja í tvö stór bláber af bláberjarunna í garðinum sínum.
Edda og Jón Geir tvíburar á lestarstöðinni í Norsesund að kveðja ömmu og afa í gær.
Ylfa Eir systir þeirra er með þeim eindæmum eiginleikum að vilja ekki láta taka af sér myndir og getur það því verið mjög erfitt að ná mynd af henni. Ég er með eina sem ég ætla að birta seinna í kvöld, þarg fyrst að laga rauð augu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.8.2007 | 20:31
Edda, Jón Geir og Ylfa Eir
Edda og Jón Geir eru tvíburar fæddir 17. júlí í Reykjavík 2003. Þau eiga eina systur sem heitir Ylfa Eir og er tveimur árum eldri. Þau fluttu til Svíþjóðar seinnipartinn í ágúst 2003 með foreldrum sínum til Norsesund ekki langt frá litlum stað sem heitir Alingsås. Þau eru öll á sama leikskólanum hér í sveitinni sem er frekar lítill einnar deildar leikskóli með börn frá eins árs til átta ára. Leikskólinn virkar s.s. líka fyrir börn sem byrjuð eru í skóla sem skóladagheimili.
Því miður vilja myndirnar ekki koma inn hér sem ég ætlaði að setja af þeim systkinum. Stundum verður maður eitthvað vonlaus með þetta kerfi, það vill ekki gegna.
Ókey... set myndir inn seinna. En ein saga af Eddu litlu. hún hefur verið að skrifa stafi og um rúmt eitt ár síðan hún fór að skrifa nafnið sitt. Um síðustu jól bjó hún til fullt af jólakortum og skrifaði inn í öll, FRÁ EDDA og stundum voru einhverjir stafir í spegilskrift svo bar hún kortin út í húsin hér í kring til þeirra sem hún er mest með og þ.á.m. föðursystir hennar og hennar fjölskylda sem býr hér í nágrenninu. Á kortinu þeirra stendur FRÁ DEAD! Það er komið upp á ísskáp á því heimili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.8.2007 | 20:02
Svíþjóð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
1.8.2007 | 23:01
Nýtt útlit
Magnea 1 árs með mömmu og pabba á Spáni í sumar. Nú er ég búin að fá nýtt útlit á heimasíðuna mína og það gerist hér í Kaupmannahöfn. Snillingurinn á bak við þetta nýja útlit er Aldís tengdadóttir mín, hún hefur jafnframt tekið myndirnar af Magneu litlu og foreldrum hennar. Hún á líka myndina í hausnum af íslenskri náttúru enda nýkomin að heiman.
Aldís er að vinna núna hjá þekktum ljósmyndara í Danmörku sem heitir Steen Evald og hefur verið ljósmyndari konungsfjölskyldunnar og frægur tískuljósmyndari. Skoðið heimasíðu hans, það er þess virði.
Maður er svo upptekin af sjálfum sér hér í fríinu að ég gleymdi að senda afmæliskveðju til yngsta barnsins míns sem er heima á Íslandi. Að vísu er búið að senda sms og hringja en það er ekki nóg þegar litla barnið mitt á í hlut, svo hér með bæti ég úr því.
Þór varð 19 ára í gær 31 júlí 2007 - til hamingju elsku kúturinn!
Bloggar | Breytt 2.8.2007 kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen