Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
30.9.2007 | 09:29
Sunnudagsmorgun, evran og konur.
Það er alltaf svolítið sérstakt að vera komin á kreik meðan aðrir í húsinu sofa. Það er allt svo kyrrt að ég get heyrt samlokuna mína mala og svei mér ef ég heyri ekki mismunandi mal, en þetta er nú samt bara viftan í henni blessaðri.
Fréttablaðið kom eldsnemma aldrei þessu vant og með niðurstöður úr símhringingakönnun gærdagsins, sem var spurning um inngöngu í Evrópubandalagið og upptöku evrunar. nú hafa skoðanir fólks breytst frá í janúar og mun fleiri vilja bæði evru og E-bandalag og í báðum tilfellum eru það konur í meirihluta. Þetta er bara vísbending um eitt og það er að við þurfum að fá konur til að stjórna þessu landi einu sinni.
Talandi um konur, dóttir mín vinnur þjónustustörf hjá flugfélagi um borð í flugvélum. Henni varð tíðrætt um svokallaðar "karlaferðir" til útlanda í boði fyritækja, svona eins og á fótboltaleiki, veiðiferðir, golfferðir og sitthvað fleira. Hún er oft hugsi yfir þessu, því það er eins og engar konur vinni hjá fyritækjunum. Hún á líka vinkonur sem vinna hjá sórfyrirtækjum og þær eiga það sammerkt að horfa upp á að fyrirtækin bjóði körlum í fyrirtækinu til útlanda í skemmtiferðir en konur fá ekkert.
Einhersstaðar sá ég nú nýlega frétt þess efnis að kannanir sýndu að karlar hefðu mun meira svigrúm í vinnu en konur, þeir segja bara; "þarf að aðeins að skreppa frá " á meðan konur þurfa að að útskýra sína fjarveru eða fá leyfi.
Niðurstaða: Karlar þurfa að leika sér og kunna það og því ekki að sleppa hendinni af þeim og leyfa þeim það í fullri alvöru en ekki að leyfa þeim að leika sér við stjórnvölinn hvorki í fyrirtækjum né ríki. Það er alltaf yndislegt að sjá karlanna setjast á gólfið í bílaleik eða að kubba á aðfangadagskvöldi eftir að börnin eru búin að taka upp pakkana með gjöfum sem karlinn valdi!
Konur eru ábyrgðarfyllri frá unga aldri og taka hlutunum með stóískri ró og eru löngu búnar að leggja leikföngunum - vitið þið annars um konur sem setjast eða leggjast á gólfið á aðfangadagskvöld og fara í Barbie eða dúkkulísuleik?
Kannski er þetta bara spurning um að viðhalda "leiknum" í okkur fullorðnum - skrýtið hvað karlar fá mikinn tíma og rými til þess!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
29.9.2007 | 11:10
Fyrsta sköpunarverk Magneu
Svona lítur fyrsta mynd Magneu litlu út - hún skóp hana í sumar. Magnea verður 16 mánað 2. okóber.
Bróðir minn Ari á afmæli í dag - hann er litli bróðir minn og er tíu árum ynri en ég og er því 47 ára í dag. Til hamingju Ari minn!
Ari bróðir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.9.2007 | 14:36
Rauð peysa, rauð stígvél og rauðir hanskar,
ég held það hafi ekki getað verið betra. Peysunni stal ég frá manninum en hitt átti ég. Á þennan hátt sýni ég fólkinu og munkunum ásamt nunnunum sem þyrptust út á götur til að mótmæla á kurteisan hátt 500% hækkun á orku til neytenda!
Er þetta hægt? Hvað myndum við gera?
Og nú drepa herforingjarnir bæði munkana og annað saklaust fólk í landinu. Stöndum með þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2007 | 22:15
Munið Búrma - allir í rautt á morgun!
Klæðist öll í einhverju rauðu á morgun, boðar Beta bloggvinkona mín til stuðnings mómælendum í Búrma!
Hræðilegar fréttir berast þaðan í dag og í gær - herforingjarnir eru byrjaðir að drita niður munkanna og fleiri. Stöndum saman þótt seint sé og klæðum okkur í eitthvað rautt á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.9.2007 | 16:28
Mótmæli munkanna og nunnana í Myanmar eða Búrma.
Myanmar er stjórnað af herforingjum sem hafa ekki hikað við að fangelsa og drepa fólk hingað til ef það hefur sett sig upp á móti stjórninni. Þessi stjórn sem hefur verið í landinu frá því 1962 og löngu komin tími á að hún fari frá völdum. Aung San Sui Kyi er að mörgum þekkt ekki bara fyrir að hafa unnið kosningar í landinu með yfirburða sigri sem forystumaður fyrir svokallað Flokksbandalag heldur líka fyrir friðarverðlaun Nóbels og hafa setið í stofufangelsi í sínu heimalandi s.l.18 ár með einhverjum hléum en samtals hefur hún setið í 12 ár. Þegar Aung San vann kosningarnar 1990 voru þær lýstar ógildar. Það eru ýmsar aðferðir notaðar. Sem betur fer njóta munkar og nunnur mikilla virðinga í Búrma og þorir herforingjaklíkan ekki að hreyfa við þeim en samt eru þeir á mörkum þess að springa. Upphafið af þessum mótmælum var gífurleg hækkun á orku til neytenda eða 500%, í landinu og er talið að örbyrgð, dauði og fátækt sé með einna mesta móti í Búrma miðað við mannfjölda - þar búa á milli 40 og 50 milljónir.
Ég vona innilega að herforingjastjórninn hrakist burt frá völdum sem fyrst.
Bloggar | Breytt 27.9.2007 kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.9.2007 | 18:15
Dagurinn í dag
Ég er komin heim eftir langan dag. Notaði samt tækifærið og setti Erikurnar mínar sem keyptar voru fyrir margt löngu í blómapottana úti, þær voru orðnar gegnum þurrar í skjóli upp við vegg, en ég lét mig hafa það og gróðursetti og vökvaði. Ég veit ekkert hvort þær ná sér, en allavega halda þær brúski.
Kennslan þessa dagana gengur út á stafabrauð fyrir þau yngstu, þau búa til stafinn sinn úr gerdeigi. Næstyngstu fá ávaxtasaft sem blandaður er til helminga, eða 2 dl appelsínusafa og 2 dl ananassafa ásamt einni matskeið af sítrónusafa og svo eru biti af epli, agúrku og dökkum vínberjum brytjað og blandað út í ásamt mikið af ísmolum. Namm namm - rosa ferskt og gott. Fjórðu bekkingar eru að búa til grænmetissalat með osti og soðnum eggjum, borðað með hrökkbrauði eða ristuðu brauði. Fimmtu bekkingar eru að búa til, elda pasta með tómatpastasósu, rifnum osti og fullt af alls konar fersku grænmeti með.
Þemadagur verður á fimmtudaginn og verð ég með bekkjarkennurum á yngsta stigi í vinnu við að búa til fiska úr dagblöðum og veggfóðurslími. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Við í skólanum mínum erum skóli á "Grænni grein" og erum að fara flagga Grænfánanum í fyrsta skiptið í byrjun október. Við höfum flokkað og endurnýtt allt mögulegt og er virkilega gaman af þeirri þróun sem hefur verið í gangi hjá okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.9.2007 | 13:29
Feminístar í Háskóla Íslands
Ég fagna því að búið er að stofna feminístafélag í Háskóla Íslands. Á stofnfundinn mættu 70 til 80 manns. Vonandi verður þetta til þess að vitundarvakning verði meðal ungra kvenna í landinu og berjist fyrir jafnrétti kvenna í framhaldsskólum og háskólum landsins.
Aðalfundur verður í byrjun október og á þá m.a. að kjósa í stjórn félagsins en þangað til starfar bráðabirgðastjórn. Tilgangur félagsins eins og forsvarsmenn þeirra segja er að upplýsa samfélagið um feminísma á fræðilegum grundvelli, sjá um fyrirlestra, námskeið um jafnrétti kynjanna og að Háskóli Íslands verði leiðandi afl í jafnréttisbaráttu íslensks samfélags.
Betur má sjá hugleiðingar þeirra sem stóðu að stofnun félagsins með því að fara inn á heimasíðu félagsins.
http://femstudent.blogspot.com//
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.9.2007 | 17:42
Krúttafrákast
Jenný bloggvinkona var með krúttafrákast í morgun og ég smitaðist - því miður er ekki hægt að hringja í mitt eða mín krútt og fá þau í heimsókn en ég birti bara myndir af þeim í staðin.
Magnea mín í öllu sínu veldi
Í dag er Magnea nákvæmlega 13 mánaða 19 daga og 17 klukkustunda og 40 mínútna gömul.
Ég fer til hennar 20. október, eða eftir einn mánuð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.9.2007 | 14:19
Litarefni í matvælum og afleiðingar þeirra eins og ofvirkni.
Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar var nýlega greint frá niðursöðum breskrar rannsóknar þar sem hugsanlega eru tengsl milli ákveðinna litarefna í matvælum og ofvirkni. Efnin sem liggja undir grun um að geta haft neikvæð áhrif á hegðun barna, eru aðallega að finna í gos- og svaladrykkjum og sælgæti. Ogft er erfitt fyrir fólk að átta sig á merkingum utan á vörum og mikið af sælgæti sem keypt er fyrir börn er ómerkt. Þau efni sem ber að varast eru Tartasín /E102), Kínólíngult (E104), Sunset yellow FCF (E110),Asórbín (E122), Poncceau 4R (E124) og Allúra rautt (E129). Öll þessi efni eru leyfð á Íslandi og eru notuð í sumar tegundir gos- og svaladrykkja og sælgætis.
Það er ástæða fyrir fólk að takmarka æ meir neyslu á þessum vörum og hugsa sérstaklega um börnin í þessu samhengi.
Þetta er nú meiri vibbinn sem mar er alltaf að setja ofan í sig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.9.2007 | 20:46
Kanar og karlmannaþrif.
Þegar ég sá þessa frétt datt mér hug í rannsókn sem gerð var fyrir einhverjum árum í USA á tíðni krabbameina í leghálsi kvenna eftir því hvort þær ættu umskorin mann eða óumskorin. Niðurstaða rannsóknarinnar var þannig að konur sem áttu óumskorna karlmenn var hættara á að fá krabbamein í leghálsi en konur umskorinna karla. Ástæðan ku vera húðfita sem safnast fyrir undir forhúð karlmanna og nefnist "smegam" sem er krabbameinsvaldandi. Ekki síst vegna þess er ástæða til að benda körlum eða öllu karlkyni á að þrifnaður hefur nokk mikið að segja bæði um hendur og undir forhúð svona almennt.
Fyrst kanarnir koma svona illa út úr þessu, sem eru annálaðir snyrtipinnar, hvernig ætli þetta sé þá með íslenska karlkynið?
Bandaríkjamenn latir við handþvottinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen