Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Tilboðið er skilyrt hjá meirihluta bæjarstjórnar Akraness.

Staðan í skólamálum á Akranesi er óbreytt frá því í gær samkvæmt upplýsingum Jóns Pálma Pálssonar, bæjarritara Akraneskaupstaðar. Samþykkt var á fundi bæjarráðs í gærkvöldi að greiða öllum starfsmönnum bæjarins 60.000 krónur í eingreiðslu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum en viðbrögð kennara við þessu tilboði hafa enn ekki borist.

Svona lítur byrjunin á fréttinni út í dag á MBL. Þetta eru lægstu greiðslur af þessum toga sem um getur miðað við þá skóla sem hafa fengið greiðslur og takið nú eftir! Jú SKILYRÐIÐ er að þetta verður ekki borgað nema kjarasamningar verði undirritaðir!

Ótrúlegt en satt, samningarnir sem sömdust í gær eru ekki samþykktir og verða ekki fyrr en 21. maí!

Þangað til vill meirihlutinn hafa ólag á skólamálum hér í formi mótmæla kennara með forföll og yfirvinnu.

Hver segir líka að samningarnir verði samþykktir?

Hver skilur svona skilyrði?

Spyr sú sem ekki veit?


mbl.is Starfsmönnum Akraness boðin eingreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræður og bréfasendingar til bæjarráðs og meirihluta bæjarstjórnar Akraness...

... hafa ekki borið árangur en sem komið er.

það er þungt í kennurum á Akranesi vegna þessara mála og upplifa flestir ef ekki allir  að þeir hafi gengið í gegn um ákveðið niðurlægingarferli í samskiptum við yfirvöld Akranesskaupstaðar.

Umræður hafa sprottið en einu sinni hér á blogginu um vinnutímaramma kennara sem er mjög flókið fyrirbæri og ekki einu sinni öllum kennurum skiljanlegt hvað þá hinum almenna borgara.

Aukið álag á annað starfsfólk skólans eins og stuðningsfulltrúa og skólaliða er ófyrirsjáanlegt, það er hægt að láta það starfsfólk vera í gæslu á nemendum en þá er öll önnur dagleg vinna eftir hjá þeim eins og t.d. frímínútnagæsla, þrif og fleira.

Hvernig er í rauninni hægt að vera í kennslustarfi svo það verði sátt í þjóðfélaginu með þessa stétt?

Af hverju eru Grunnskólakennarar orðnir langlægstir í launum af öllum uppeldisstéttum í þjóðfélaginu?

Einu sinni var sú tíð að kennarar fylgdu þingmönnum í launum, en það var þá, þegar karlmenn voru meirihluti stéttarinnar!

Hvað er þetta í fari karla sem ráða öllu að setja konur og kvennastörf meira en skör niður ?


mbl.is Vandræðaástand í skólum á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennarar lítils metnir víðar en á Íslandi.

Það var sorglegt að heyra viðtal við unga stúlku tiltölulegan nýútskrifaðan kennara frá Bretlandi tjá sig í fréttatíma sjónvarps í kvöld um það hvað kaupið væri lágt og endar næðu ekki saman hjá henni.

Einnig kom fram í þessum sama fréttaflutningi að flótti úr kennarastétt í Bretlandi væri mikill eða að kennarar væru að meðaltali í fimm ár í starfi frá útskrift og þá væru þeir búnir að gefast upp á starfinu.

Breskir kennarar fóru í eins dags verkfall í dag!

Mig grunar að það eigi eftir að skella á kennurum hér á landi svipað vandamál sem þegar er farið að kræla á, en það eigi eftir að harðna á dalnum. Mér finnst að það sé engin leið út úr þessum vandræðagangi fyrr en skólar fái fullt vald yfir reglum og agavandamálum en ekki lagalegar ákvarðanir að ofan um kennslu til handa þörfum hvers og eins.  Það  hefur hvort sem er aldrei verið hægt að verða við þessum kröfum í lögum, vegna skorts á peningum, greiningum og síðast  en ekki síst starfsfólki.

Kennarar geta ekki bjargað heiminum alveg sama hvað velviljaðir þeir eru. Það er ótækt að skólastjórar grunnskólanna geti ekki sent börn/nemendur heim ef ekki er kennsla fyrir þau, frekar eru þau höfð í gæslu hjá öðru starfsfólki skólanna!

Þetta gerist vegna þeirra laga sem skólaskyldan er!

En í leikskólum er ekki skólaskylda og þess vegna er hægt að hringja og segja foreldrum að sækja börnin og um leið kemur þrýstingur á þá til að axla ábyrgð, sem verður stuðningur við leikskólakennarana.

Fyrir Grunnskólakennara á Íslandi koma kennarar fyrir vikið út sem óþarfa stétt, því skólaliðarnir eru settir í gæslu!

Nú hefur verið ákveðið formlega að taka enga forfallakennslu eða yfirvinnu á Akranesi vegna skilningsleysi yfirvalda hér á starfi, aukaálagi, ásamt skammarlega lágum launum!

Hvað finnst ykkur?


mbl.is Kennaraverkfall í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um síðustu jól...

... þegar ég fékk alla afkomendur mína til mín fór ég til Eyrúnar hágreiðslukonu og kennara með tvíburana mína í klippingu. Það var ekki alveg uppáhald hjá þeim að fara til ókunnugra á Íslandi í klippingu. Þau voru bæði feimin en Jón Geir var öllu feimnari eða eiginlega hræddur því hann fór að gráta í stólnum, Edda var borubrattari afþví að hún vissi að hún fengi svo fínt hárið með fastar fléttur.

Hér eu nokkrar myndir frá í vetur af tvíburunum.

 

DSC01348

 

 

 

 

Hér er ég að taka mynd af Eddu og Eyrúnu hárgreðslukonu. Edda komin með fastar fléttur.

 

 

edda í klipp

 

 

 

 

Edda sýnir á sér hliðina með föstu fléttuna og Jón Geir situr í stólnum í klippingu.

 

 

 

edda og jón geir nýklippt

 

 

 

 

Edda og Jón Geir komin heim til ömmu eftir klippinguna og amma tók mynd af þeim báðum saman.

 

 

DSC01295

Svo er ein í lokin af ungfrú Magneu sem elskar Bínu bálreiðu og amma komin í rúmið með henni að lesa.


Meir af kennurum á Akranesi

Fyrir stuttu síðan skrifaði ég um erindi grunnskólakennara á Akranesi til bæjarráðs sem þótti ekki svaravert.

Trúnaðarmenn kennara hafa ekki setið auðum höndum síðan það var ljóst að ekki átti að virða grunnskólakennarana viðlits og settust á rökstóla um það hvernig málum skildi háttað í framhaldi af þessari niðurlægjandi framkomu bæjarstjórnarmeirihlutans á Akranesi.

Sameiginlegur fundur kennaranna úr báðum grunnskólunum á Akranesi samþykkti að senda tvö bréf til bæjarstjórnar, skólanefndar og fjölmiðla frá sinn hvorum skólanum, áður en gripið yrði formlega til aðgerða með stoppi á forfallakennslu og yfirvinnu, þótt margir hafi tekið ákvörðun fyrir sig varðandi stoppið.

Bréfin voru tekin fyrir á bæjarráðsfundi s.l. fimmtudag og svörin eru vísun í að þeir hafi ekkert með kjaramál kennara að gera heldur Launnefnd sveitarfélaga. Hér er bréfið sem sent var frá Brekkubæjarskóla.

16.   Bréf Sigríðar K. Ólafsdóttur og Sigríðar Skúladóttur f.h. kennara og leiðbeinenda í Brekkubæjarskóla, dags. 15.4.2008, og bréf Elís Þórs Sigurðssonar f.h. kennara í Grundaskóla dags. 09.04.2008,  varðandi mikið álag á kennurum og leiðbeinendum og viðbótargreiðslur til handa þeim líkt og gert er nú í nágrannasveitarfélögunum.

Meirihluti bæjarráðs vill taka fram að hann metur störf kennara í skólum kaupstaðarins og annarra starfsmanna kaupstaðarins mjög mikils en ítrekar  samþykktir sínar varðandi kröfur um breytingar á launum  að samningar eru í gildi milli Akraneskaupstaðar og stéttarfélaga, ekki er meiningin að þeim verði breytt á samningstímanum.

Áréttað er að Launanefnd sveitarfélaga fer með samningsumboð Akraneskaupastaðar.

Bæjarstjóra er falið að koma þessari bókun til bréfritara.

Magnús vísar til fyrri tillagna og bókana minnihluta bæjarstjórnar varðandi jöfnun kjara hjá starfsmönnum Akraneskaupstaðar í samanburði við sambærilegar stéttir í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.

Nöturleikinn er sá að bæjarstjórnarmeirihlutinn lætur eins og þessir sérstöku starfsmenn Akraneskaupstaðar, grunnskólakennara eigi engan þátt í velsæld bæjarins og aukinni búsetu fólks hér á undanförnum árum. Akranes hefur nefnilega hingað til getað státað sig af því að vera góður skólabær með skóla og menntun barna okkar í fremstu röð.


Meiri skrípaleikur

Það er eins gott að þeir sem eiga aðild að þessum skrípaleik samanber Akraneskaupstaður fari að huga að vilja almennings í þessum málum.

Hvaða mönnum dettur í hug að koma með tillögu sem stríðir gegn samþykktum frá síðasta eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur og samþykktum borgarráðs nýverið.

Það er bara ekki í lagi með sumt fólk   -  afhverju eru þessir menn í pólitík?

Ættu þeir ekki að reka sín eigin fyrirtæki?

Geta þeir ekki leikið sér með eigið fé?

Látið almannafé í friði og hættið þessu gamaldags stórkallabrokki!

 


mbl.is Hörð gagnrýni á tillögu um REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er flensa eða hvað þýðir orðið Flensa?

Svarið er komið frá einum bloggvini Gunnari Þór Jónssyni.

 

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

(Tilvísun frá Flensa)
Fara á: flakk, leita
Flensuveirur séðar í smásjá
Flensuveirur séðar í smásjá

Inflúensa, eða flensa, er smitsjúkdómur sem leggst á fugla og spendýr, og í spendýrum koma helstu einkenni fram í efri öndunarfærum og í lungum. Sjúkdóminn má rekja til RNA veiru (af Orthomyxoviridae fjölskyldunni).

Algengustu einkenni í mönnum eru sótthiti, hálsbólga og eymsli í hálsi, höfuðverkur, vöðvaverkir, hósti og þreyta.

Þótt ýmsir öndunarfærasjúkdómar séu í daglegu tali nefndir flensa er raunveruleg inflúensa talsvert frábrugðin venjulegu kvefi, og mun alvarlegri. Einstaklingar sem smitast af inflúensu þjást oft af miklum sótthita í eina til tvær vikur, og ef ekki er brugðist rétt við, eða ef einstaklingurinn er veikburða fyrir, getur sjúkdómurinn leitt til dauða.

Inflúensa er bráðsmitandi og berst um heiminn í árvissum flensufaröldrum. Þegar flensufaraldur geisar yfir látast alla jafna milljónir af völdum sjúkdómsins, en í hefðbundnu árferði nemur tala látinna hundruðum þúsunda á ári. Á 20. öldinni hafa þrír flensufaraldrar geisað, í öll skiptin í kjölfar stökkbreytingar á veirunni sem dró úr getu fólks til að berjast við sjúkdóminn.

Sú tegund influensu sem líklegast er að geti brotist út í alvarlegan alheimsfaraldur um þessar stundir nefnist H5N1, en þessi influensutegund er betur þekkt sem fuglaflensa.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Á þessu heimili eru þrír veikir núna. Móðir mín er líka veik heima hjá sér síðan á mánudag og er það mun verra en hjá okkur enda er hún orðin fullorðin.

Einhverskonar flensuskítur er enn í gangi.

Mikið lifandis skelfing  verð ég fegin þegar þessi vetur er búin ef hann þá klárast. Mér finnst eins og fólk í kringum mig hafi aldrei verið svona mikið veikt af flensuskít og pestum eins og það hefur verið í vetur.

Sólin skín akkúrat núna úti og vonandi verður veðrið eitthvað glaðlegra á næstunni. Ég er farin að þrá hitann.

Ég veit ekkert hvað þetta flensuorð er og enn síður veit ég hvað eða hvernig á að greina á milli flensustofna og ansi hart að sumir eða margir geti fengið margar flensur á einum og sama vetri.

Þótt ég sé veik í dag tel ég mig ekki vera með flensu - ég var sprautuð fyrir henni í haust og er ánægð með það. Samt náði ég mér í eiinhvern kvefskít í DK sem gerir sloj og hef ég notið þess vel að hvíla mig heima í dag.


mbl.is Flensufaraldur hefur náð hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stúlkubörn blekktar undir merkjum fáfræði og fátæktar.

Skoðið niðurlag þessarar fréttar.

 Hvaða möguleg áhrif geta Vesturlandabúar haft á þessi múslömsku ríki til að afnema þennan ósóma ?

Þetta er falin misnotkun og ofbeldi með því viðbjóðslegra.

 Í bókinni "Arabíukonur" eftir Jóhönnu Kristjónsdóttir segir hún, að Jemen sé með frumstæðustu og fátækustu ríkjum Arabaheimsins. Jemen er aftur úr öllu nema fegurð segir hún. Barnamergð er mikil meðal hjóna eða frá átta börnum upp í fjórtán er algengt. Aðeins elstabarnið eða öllu heldur elsti sonurinn fær að læra að lesa. Á þjóðþingi Jemena sitja menn sem ekki kunna að lesa. Samt voru tvær konur sem töldust til skörungar í sinni tíð sem hafa stjórnað þessu landi, það er drottningin af Saba 995 fyrir krist og hin er drottningin Arwa Akmedsdóttir sem stjórnaði þessu ríki á 11. öld eftir krist og langt fram á 12. öld.


mbl.is Átta ára stúlku veittur lögskilnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferming í Vejle 6. apríl kl. 10:30.

 

 Fermingin í Vinding kirkju í Vejle var falleg athöfn. Presturinn var greinilega vel skipulagður og vanur. Fjölskyldur fermingarbarna stóðu upp þegar fermt var eins hér var áður fyrr. Að mörgu leyti var þetta persónulegra en nú er orðið hér þar sem hér  minnir meir á vertíð og færiband.

Veislan var þó með allt öðru sniði en við eigum að venjast, hér var veisla á hóteli sem minnti kannski meir á brúðkaup en fermingu. Þriggja rétta máltíð ásamt kaffi og konfekti og aftur svokallaður "nattemad" kl 18. Veislan var frá 13 til 21. Þjónar þjónuðu til borðs og setið við háborð, breytt fyrir kaffið. En nú skuluð þið halda ykkur fast, það var vín með matnum og bæði hvítt og rautt  og blöss þegar við komum  og bjór með nattematnum. Svo var auðvitað fullt af gosi handa börnum og þeim sem ekki smökkuðu vín. En það var sko ekki í stóru ljótu plastflöskunum heldur í upphaflegri gosstærðar flöskum - mun penna takk. Þetta var sérstakur og góður dagur og ég skemmti mér vel og fermingarbarnið geislaði. Takk fyrir mig.

Ég ætla að birta nokkrar myndir úr ferðinni en svo ætla ég að reyna að setja myndir inn í myndaalbúmið hér til hliðar.

Högni og Sandra

Sandra María og pabbi hennar Högni elsti sonur minn.

Amma Edda og Sandra

 

 

 

 

 

 

 

                                                   Ég og Sandra María fyrir utan Vinding kirkju daginn áður.

 

helena og sandra

 

 

 

 

 

 

 

Sandra með Helenu mömmu sinni.

Myrtley og Sandra

 

 

 

 

 

 

 

Langamma Myrtley og Sandra María með Nýja Testamenntið sem öll fermingarbörnin fengu að gjöf frá kirkjunni. Í DK fermast allar stúlkur í hvítum kjólum, svolítið eins og brúðarkjólar, kannski eins og í gamla daga hér á landi. Kjóllinn hennar Söndru var keyptur í þekktri brúðkjólaverslun um alla Danmörku sem heitir LillÝ. Ég held að hann sé bara notaður þennan dag eins og brúðarkjólar.

Hulda og afi Hannes

 

 

 

 

 

 

 

Hulda og afi Hannes í Garðabæ.


Hér er svo önnur af krúttunum...

mínum, sem fermist á morgun í Vinding kirkju í Vejle. Þetta er SANDRA MARÍA HÖGNADÓTTIR.

DSC00855

Þetta er ein af myndunum sem hún hefur unnið á ljósmyndanámskeiðinu í vetur.

Svo kemur mynd af henni með litlu systur sinni sem heitir Daniella.

DSC00391


Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband