Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Íslenskir krakkar/unglingar drekka ekki meira en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum.

Samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegrar könnunar sem gerð hefur verið á lífskjörum og heilsu skólabarna á þremur aldurstigum eða 11 ára, 13 ára, og 15 ára í tvöhundruðmanna úrtaki, þá drekka 15 ára krakkar sjaldnar og eru í miðjum hópi við spurningunni um hvað oft þú hefur verið fullur.

Annað sem kemur fram í þessari könnun sem mér finnst persónulega sigur fyrir okkur skólafólk á Íslandi, er að krökkum hér líður betur í skólanum en krökkum frá öðrum löndum. Sérstaklega eru Finnar nefndir til sögunnar af því við höfum oft borið okkur saman við þá í gæðum á skólastarfi og kemur í ljós að nemendum í Finnlandi líður illa í skólanum.

Þess má geta að vellíðanin er ekki eingöngu skólans heldur líka sterk tengsl við foreldra og sérstaklega áberandi að nemendur í yngsta flokknum í könnuninni voru með sterkustu tengslin við föður, hér á landi.

Skoðið þessa frétt á mbl - gaman væri að vita meir um þetta - Anna Ólafsdóttir hlýtur að vita heilmikið um þetta.


mbl.is Há slysatíðni íslenskra barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hlakka svo til...

... ég hlakka svo til

Nú eru það elskulegu Hollendingarnir sem verða þeir flottustu í átta riðlinum! Svo er ég líka veik fyrir Tyrkjunum, þannig að góð veisla er framundan.

En fótbolti er ekki bara bolti. Fótbolti er: útlit, framkoma, klæðnaður, þ.e. sokkar, skór, buxur, treyja, hárband, spennur, teygja og fleira ásamt hreyfingu og snerpu.

Gleði og samvinna spilar líka eina stærstu rulluna.

Þetta allt og meira til virðast Hollendingar hafa.

Þeir eru bara æði þangað til annað kemur í ljós.

Áfram Holland!


mbl.is Ítalir fylgja Hollendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er hvítt í fjöllum, allt...

í stíl fyrir alla birnina okkar, það eru líka fleiri að koma, svo landið verður að taka á móti þeim í viðeigandi skrúða!

470322

Hvað haldið þið!

17 . júní fellur bara í skuggann af Bjössa!

Golíat heitir þessi bjössi á Hrauni - en það eru margir sem vilja gefa honum nafn sem eig ekkert í honum, en litla stúlkan á Hrauni gaf honumþetta nafn enda sá hún hann fyrst!

Jæja nú ætla ég í sautjándajúní bað og henda mér út á torg að skoða okkar fjallkonu!

Það byrjar hér kl. 14  Allir eru velkomnir! Hér verða pönnukökur fyrir gesti og gangandi!


mbl.is Hvítt í fjöllum á þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hva, má bara engu stela lengur?

Þetta er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni að stela og senda heim í þorpið sitt eða sveitina þar sem ekkert er hægt að fá!

Hverjir muna ekki Íslendinga í DK sem boruðu gat í fimmkallana og settu spotta í og notuðu svo alltaf sama fimmkallinn í símann eða öllu heldur dorguðu og gátu þá talað heim til Ísland ókeypis?

Það voru líka Íslendingar sem stálu hjólum og tóku þau í sundur og pökkuðu niður og sendu til Íslands með skipafragt!

Það er nefnilega margt skrýtið í samfélagi þjóða, þjóðanna!


mbl.is Stal verkfærum og sendi til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og allir komu þeir aftur og engin þeirra dó...

 Icebear%20cub

... af ánægju út af einum hver einasti bangsi hló!

Vaá allt svo spennandi - hvernig skildi vaktin verða í nótt? Er ekki hægt að svæfa dýrið í nótt? Vonandi er einhver að taka heimildarmyndir!

Hugsið ykkur bara 300 metra frá íbúðarhúsinu. Hjúkket!


mbl.is Reynt að ná birninum lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gói og Jói!

Þetta voru óborganlegir drengir. Sjaldan skemmt mér eins vel. Þeir eru snillar og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni! Það sem hann Gói var sætur í kvenmannsgervinu - hann á svo sem ekki langt að sækja það, pabbi hans var laglegur strákur og langan hans hún Rannveig var gullfalleg kona!

Gangi ykkur vel á framabrautinni drengir!


mbl.is Grímuhátíðin áfallalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróðurinn í garðinum og í náttúrunni!

 

sorbus_aucuparia_rossica_major_-_aflot_25-9-2007_15-35-00

 

Ég hef ekki keypt mér nein sumarblóm ennþá. Ég reyni að njóta þeirra fáu fjölærra sem ég hef í garðinum sem eru; íslenskur valmúi í gulu og appelsínurauðu, burnirót, randagras úr Skagafirði frá vinum mínum Bryndísi og Ingvari, risaburkna og svo eru tvær til þrjár í viðbót sem ég þekki ekki nafnið á.

Í dag fór ég út í gróðurhús og keypti skriðsóp sem blómstrar gulu og vikur í tvo potta sem ég keypti um daginn í Ikea - en ég keypti  Himalajaeinir í Blómavali og svo á ég bergfléttur frá því í vor sem ég set í potta á stéttinni.

Þegar ég keypti húsið fyrir nokkrum árum var garðurinn svo mikið eitraður að það kom ekkert mikið upp úr moldinni, það tekur þrjú ár að jafna sig og nú er þetta loks að verða náttúrulegt og upp koma einhverjar fjölærar sem ég veit ekki hvað heitir allt saman.

Annars er garðurinn fullur af trjám, birki, brekkuvíði, öspum, hansarós (sjálfsagt ekki tré) og einhverjum toppi.

Myndin hér að ofan er af fyrsta tréinu eða blöðum og berjum sem ég kynntist, því þau voru í bakgarðinum hjá langafa mínum þegar ég var lítil, það er auðvitað íslenski Reynirinn.


mbl.is Dagur hinna villtu blóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin menntun og hvað svo?

Ég velti fyrir mér hverju lengra nám skilar í kennaramenntuninni. Í dag er mín tilfinning sú að stór hluti háskólanema er undir miklu álagi af vinnu og rekstri heimilis og fjölskyldu, námið verður fyrir vikið sterilt, þ.e.a.s. skóli, próf, starfsréttindi! Hugsunin nær ekki lengra en að drífa það af, ljúka ákveðnu verki til að geta farið út á vinnumarkaðinn og sjá fyrir fjölskyldunni!

Með aukinni menntun er krafist hærri launa, ég er hrædd um að þessar kröfur um aukna menntun skili sér hvorki í faglegra fólki né betri launum. Það er ákveðin þvingun í þessari auknu menntun sem ætti að snúast um val fyrir kennara hvort þeir taki meistararéttindi í kennslu eða einhverju öðru. Mín skoðun er sú og hefur verið lengi að innan kennarastéttarinnar er alltof einsleitur hópur, kennarastéttin þarf að blandast hópum fólks með aðra menntun innan skólanna.

Í skólanum fer mikið umönnunarstarf fram og í raun alltof mikill tími sem fer í það hjá kennurum. Þetta ummönnunarstarf heldur ekki áfram upp í framhaldsskólanna og háskólanna eins og það ætti að vera. Það er ekki nóg að hafa skóla án aðgreiningar í grunninn og svo ekkert gert með það þegar á efri stigin er komið. Við tölum um umburðarlyndi gagnvart börnum en gleymum svo umburðarlyndinu við fullorðna.

Ég gæti s.s. talað endalaust um þessi mál  - en ég er farin að njóta veðurs og svo til RVK í grill!

Skjáumst!


mbl.is Próf standa alltaf fyrir sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svanavatnið var dásamlegt hjá Hollendingunum!

Þetta var sko æði!

Engin smá leikur - þetta var eins og að horfa á Svanavatnið!

Sáuð þið hvað þeir dönsuðu flott?

Enda ekki skrýtið - þetta lið er þjálfað með hugleiðslu og greinilega mikilli fjölskyldumeðvitund!

Það væri gaman að sauma út sporin þeirra á vellinum eða bara mála þau á striga!Heart


mbl.is Holland vann Frakkland, 4:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki borgunarmenn vegna skaðabóta.

Þegar menn eru dæmdir í skaðabótagreiðslur eru þeir í flestum tilfellum ekki borgunarmenn fyrir því.

Þetta er ótrúlega mikið notað í okkar dómskerfi þrátt fyrir að vitað er að þeir geti aldrei greitt þetta og ekki bætir úr að ef á að rukka ríkissjóð um greiðslu þá getur það kostað fórnarlambið allt að 6 - 7 sinnum meira.

Er ekki betra að þyngja refsinguna á annan hátt?


mbl.is Dæmdur fyrir að áreita stúlkur í sundlaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband