18.5.2008 | 16:24
Seyðisfjörður
Það væri gaman að vera á Seyðisfirði núna, einum fallegasta stað á Íslandi. Þar á ég skyldfólk bæði búandi og brottflutt. Ég var á Seyðisfirði á hundrað ára afmælinu þeirra og gleymi því aldrei meðan ég lifi. Dásamlegt veður og hrikalega mikið af flottum sýningum og uppákomum. Þarna gat að líta rjómann af íslenskum myndlistarmönnum auk tónlistarmanna sem heimsóttu staðinn.
Það eru margir sem eiga hlut að máli við svona viðamiklar hátíðir og margt skapandi fólk sem býr í þessu litla byggðarlagi og hefur búið. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þótt ég nefni Þóru Guðmundsdóttur arkitekt, Pétur Kristjánsson myndlistarmann sem hafa sett sitt mark á staðinn og eins ber að nefna Diether Roth sem var mikið Seyðisfirði og hans afkomendur sem hafa hreiðrað um sig þar í listalífinu.
Og nú er Pétur með listrænt framlag sem á tákna samgönguleysið við smærri staði eins og Seyðisfjörð þar sem lögð er áhersla á borinn sem getur borað göng og gert Íslendinga að einni þjóð.
![]() |
Á seyði sett á Seyðisfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Aldís tengdadóttir mín og Magnea litla rúsína komu á fimmtudagskvöldið til Íslands. Mamman kom til að gæsa vinkonu sína á mótorhjólum, flugvél, spa og út að borða á laugardaginn. Á meðan var Magnea litla hjá ömmu Signý og afa Páli í Laxakvíslinni. Ég og afi Birgir fórum í bæinn á laugardagsmorgunin til að hitta hana og aftur í gær.
Hér er Magnea heima hjá ömmu Signý og afa Páli.
Í gær komu þær mæðgur í afmælisboð til Eyrúnar Aradóttur bróðurdóttur minnar sem verður 11 á morgun. Ég fékk hana s.s. í afmælisgjöf fyrir ellefu árum. Þar var margt um manninn eins og venjulega heima hjá bróður mínum og mágkonu, Védísi sem búa á Melhaganum og eiga þrjú börn. Ari er litli bróðir minn, samt bara tíu árum yngri og fór dáldið á seinni skipunum í barneign þannig að börnin hans eru af kynslóð barnnabarna minna.
Hér eru börnin hans Ara bróður: Eyrún 11 ára, Egill 9 ára og Hrafn (Krummi) 5 ára.
Við komum við hjá pabba í lok dags til að leyfa honum að berja Magneu augum , en Magnea var feimin við hann og pínulítið skelkuð. Pabbi er líka skrýtinn útlits í veikindunum og getur ekki talað. Samt náðist ágætis mynd af honum og er Aldís og Magnea með á myndinni en litla mús hjúfrar sig að mömmu sinni.
Að síðustu er það mynd af okkur þremur á kveðju stund fyrir utan spítalann í gær. Íslenskt rok mjög viðeigandi og þær komnar heim í sumarhitann eða 30 stiga hita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
8.5.2008 | 18:32
Dimission í Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Þann 25. apríl s.l. var Kveðjuhátíð útskriftarnema hér á Akranesi. Það vakti mikla athygli hvað búningar nemanna voru glæsilegir.
Þema búninganna var Charleston tímabilið og höfðu nemendur pantað alla búninga frá Bandaríkjunum. Strákarnir allir í teinóttum jakkafötum, jakkarnir voru síðir, með hatta og stelpurnar Í gulllituðum og svörtum kjólum ásamt höttum og munnstykkjum. Það var mikil hrifning yfir þeim glæsileika sem fylgdi þessari múnderingu sem var töluvert ólík þeim sem hefur verið í tísku undanfarin ár.
Hér eru tvær hópmyndir af krökkunum og útskriftin verður svo 21. maí n.k.
Hér er svo mynd af Alexöndru, lengst til hægri (tengdadóttur minni) og þremur vinum hennar, strákurinn er Gummi Ingi, ég veit ekki hvað stelpurnar heita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.5.2008 | 13:55
Brekkubæjarskóli á Akranesi
Í skólanum mínum er alltaf eitthvað skemmtilegt og jákvætt að gerast. Um daginn vann ein stúlka í 4. bekk aðeins 9 ára til verðlauna i ljóðasamkeppni og birti ég fréttina af heimasíðunni okkar hér. Einnig birti ég tvær örsögur eftir litla hnátu sem er aðeins 8 ára.
Hvolpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
3.5.2008 | 14:14
Kaupmátturinn búin og brjálæðið vex dag frá degi!
Ég er ekki í bjartsýniskasti þessa daganna. Mér finnst hafa gripið um sig múgæsing kaupmanna sem hækka allt svo hratt að ekki vinnst tími til að skipta um merkingar á hillum verslana.
Ég keypti gullhring handa barnabarni mínu, hann átti að kosta 15 þús, ég lét breyta eða smíðaður var nýr hringur og þá kostaði hann 18 þús - jú gullið var orðið svo rosalega dýrt.
Bensíntankurinn á bílnum kostaði tæpar 6000 þús fullur nú kostar hann yfir 800 þús.
Nú fer ég út í búð og kaupi daglega fyrir ekki minna en 3000 í matinn og að auki meira um helgar! (Við erum fjögur fullorðin í heimili)
Ég veit að fjölskyldur með mikið af börnum geta hreinlega ekki leyft sér að kaupa allt það grænmeti sem til þarf á dag fyrir hvern einstakling - hamrað er á því við börnin að þau eigi að borða "fimm á dag" þ.a.e.a.s. bland af grænmeti og ávöxtum. Þetta bara getur kostað 300 til 400 kr. á dag fyrir hvern einstakling!
Það eru nokkrir sem hafa skrifað um verðhækkanir. Hér og hér eru ágætir pistlar frá Lilju Guðrúnu um hillumerkingar.
![]() |
Kaupmáttur rýrnar í tvö ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.5.2008 | 09:07
Margt er skrýtið í kýrhausnum - nú ættu menn að sýna sinn betri helming og segja af sér!
Ef þetta er ekki tilefni til þess að segja af sér og mynda nýjan meirihluta, þá veit ég ekki hvað þarf til þess?
Fyrirgreiðslupólitík hefur verið hugtak sem oft og einatt hefur verið notað um póltík, en ekki passar það alveg við þennan gjörning því það líkist meira einkafyritæki eða öllu heldur fjölskyldufyrirtæki með bland af lénskipulagi!
![]() |
Gagnrýna samning án útboðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.5.2008 | 14:08
Þvo hendur eftir notkun á tölvum!
Já en hvað er til ráða fyrir hinn almenna tölvunotenda?
Eru til einhver sótthreinsiefni fyrir heimilin? Ég nota gleraugnaklúta, einnota á skjáinn og fer svo yfir lyklaborðið í leiðinni.
Er eitthvað annað betra til?
Ég vil helst ekki vera þess valdandi að smita alla í kringum mig eð a bera sýkla á milli.
Ein ofsahrædd.
![]() |
Fleiri sýklar á lyklaborði en klósettsetu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.4.2008 | 17:17
Tilboðið er skilyrt hjá meirihluta bæjarstjórnar Akraness.
Staðan í skólamálum á Akranesi er óbreytt frá því í gær samkvæmt upplýsingum Jóns Pálma Pálssonar, bæjarritara Akraneskaupstaðar. Samþykkt var á fundi bæjarráðs í gærkvöldi að greiða öllum starfsmönnum bæjarins 60.000 krónur í eingreiðslu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum en viðbrögð kennara við þessu tilboði hafa enn ekki borist.
Svona lítur byrjunin á fréttinni út í dag á MBL. Þetta eru lægstu greiðslur af þessum toga sem um getur miðað við þá skóla sem hafa fengið greiðslur og takið nú eftir! Jú SKILYRÐIÐ er að þetta verður ekki borgað nema kjarasamningar verði undirritaðir!
Ótrúlegt en satt, samningarnir sem sömdust í gær eru ekki samþykktir og verða ekki fyrr en 21. maí!
Þangað til vill meirihlutinn hafa ólag á skólamálum hér í formi mótmæla kennara með forföll og yfirvinnu.
Hver segir líka að samningarnir verði samþykktir?
Hver skilur svona skilyrði?
Spyr sú sem ekki veit?
![]() |
Starfsmönnum Akraness boðin eingreiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
... hafa ekki borið árangur en sem komið er.
það er þungt í kennurum á Akranesi vegna þessara mála og upplifa flestir ef ekki allir að þeir hafi gengið í gegn um ákveðið niðurlægingarferli í samskiptum við yfirvöld Akranesskaupstaðar.
Umræður hafa sprottið en einu sinni hér á blogginu um vinnutímaramma kennara sem er mjög flókið fyrirbæri og ekki einu sinni öllum kennurum skiljanlegt hvað þá hinum almenna borgara.
Aukið álag á annað starfsfólk skólans eins og stuðningsfulltrúa og skólaliða er ófyrirsjáanlegt, það er hægt að láta það starfsfólk vera í gæslu á nemendum en þá er öll önnur dagleg vinna eftir hjá þeim eins og t.d. frímínútnagæsla, þrif og fleira.
Hvernig er í rauninni hægt að vera í kennslustarfi svo það verði sátt í þjóðfélaginu með þessa stétt?
Af hverju eru Grunnskólakennarar orðnir langlægstir í launum af öllum uppeldisstéttum í þjóðfélaginu?
Einu sinni var sú tíð að kennarar fylgdu þingmönnum í launum, en það var þá, þegar karlmenn voru meirihluti stéttarinnar!
Hvað er þetta í fari karla sem ráða öllu að setja konur og kvennastörf meira en skör niður ?
![]() |
Vandræðaástand í skólum á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2008 | 21:22
Kennarar lítils metnir víðar en á Íslandi.
Það var sorglegt að heyra viðtal við unga stúlku tiltölulegan nýútskrifaðan kennara frá Bretlandi tjá sig í fréttatíma sjónvarps í kvöld um það hvað kaupið væri lágt og endar næðu ekki saman hjá henni.
Einnig kom fram í þessum sama fréttaflutningi að flótti úr kennarastétt í Bretlandi væri mikill eða að kennarar væru að meðaltali í fimm ár í starfi frá útskrift og þá væru þeir búnir að gefast upp á starfinu.
Breskir kennarar fóru í eins dags verkfall í dag!
Mig grunar að það eigi eftir að skella á kennurum hér á landi svipað vandamál sem þegar er farið að kræla á, en það eigi eftir að harðna á dalnum. Mér finnst að það sé engin leið út úr þessum vandræðagangi fyrr en skólar fái fullt vald yfir reglum og agavandamálum en ekki lagalegar ákvarðanir að ofan um kennslu til handa þörfum hvers og eins. Það hefur hvort sem er aldrei verið hægt að verða við þessum kröfum í lögum, vegna skorts á peningum, greiningum og síðast en ekki síst starfsfólki.
Kennarar geta ekki bjargað heiminum alveg sama hvað velviljaðir þeir eru. Það er ótækt að skólastjórar grunnskólanna geti ekki sent börn/nemendur heim ef ekki er kennsla fyrir þau, frekar eru þau höfð í gæslu hjá öðru starfsfólki skólanna!
Þetta gerist vegna þeirra laga sem skólaskyldan er!
En í leikskólum er ekki skólaskylda og þess vegna er hægt að hringja og segja foreldrum að sækja börnin og um leið kemur þrýstingur á þá til að axla ábyrgð, sem verður stuðningur við leikskólakennarana.
Fyrir Grunnskólakennara á Íslandi koma kennarar fyrir vikið út sem óþarfa stétt, því skólaliðarnir eru settir í gæslu!
Nú hefur verið ákveðið formlega að taka enga forfallakennslu eða yfirvinnu á Akranesi vegna skilningsleysi yfirvalda hér á starfi, aukaálagi, ásamt skammarlega lágum launum!
Hvað finnst ykkur?
![]() |
Kennaraverkfall í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
-
jenfo
-
jonaa
-
kolgrima
-
annaeinars
-
krummasnill
-
draumur
-
heg
-
ringarinn
-
olapals
-
christinemarie
-
gudrunkatrin
-
sunnadora
-
helgamagg
-
gisgis
-
svanurg
-
pallijoh
-
olinathorv
-
skordalsbrynja
-
lillagud
-
hlynurh
-
siba
-
fridust
-
gurrihar
-
rosa
-
annriki
-
heidathord
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
ragnhildur
-
gisliivars
-
stormur
-
ragnarfreyr
-
jakobk
-
hjolaferd
-
ingasig
-
reni
-
arnalara
-
alfholl
-
fridaeyland
-
soley
-
toshiki
-
korntop
-
kallimatt
-
saxi
-
bryndisfridgeirs
-
hugsadu
-
astabjork
-
kiddip
-
skaftie
-
thor
-
huldam
-
annaragna
-
fjola
-
kloi
-
hronnrik
-
manisvans
-
brandarar
-
truno
-
vefritid
-
samfo-kop
-
para
-
gattin
-
adhdblogg
-
tryggvigunnarhansen