25.2.2007 | 10:56
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar er Feminístahreyfing!
Úps, þetta var svo skemmtilegt í gær. Þvílíkt dúndur. Nú eru jafnaðarkonur komnar svo um getur í eina sæng, engin spurning!
Stjórnafundur kvennahreyfingarinnar var á milli 14 og 17 og ég sat hann ekki. þar var að vísu kosin ný stjórn og er Steinunn Valdís hetjan okkar orðin formaður. Svo bara veit ég ekki um fleiri við hljótum að fá vitneskju í dag inn á netið hverjar eru með henni í stjórn.
Kl. 17 byrjaði fundurinn með innleggi Ingibjargar Sólrúnar þar sem hún lýsti m.a. því hvað hún hefði orðið ástfangin af kvennasamstöðunni og stofnun kvennaframboðsins fyrir 25 árum.
Næst kom Katrín þingkona sem fór á kostum, hún bæði vitnaði í æði mörg mál sem konur á þingi hafa lagt fyrir og eins fyrirspurnir um mál, þar að auki var reynsla hennar frá því hún byrjaði í pólitík rakin stuttlega með áherslum á hve hún hefði eflst sem jafnréttissinni, kona og feministi og fannst í rauninni að hún væri líka hluti af Kvennalistanum þót hún hefði aldrei verið þar.
Þetta voru svo yndislegir þankar hjá henni.
Þá kom Helga Vala undir fyrirsögninni "Ekkert hik" og hún hikar ekki, í það minnsta ekki lengur. Það er auðvitað ekki gott að segja frá svona, Helga Vala fór í gegn um þetta á ómótstæðilegum krafti og útgeislun, hún er leikkona og nýtti sér þá sérstöðu til að gefa fólki innspýtingu um framkomu og framsetningu. hennar mottó er m.a. verum skemmtileg og hafið það skemmtilegt. Enda voru allirí hláturskasti eftir hennar innlegg.
Takk fyrir það Helga.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Króniku hélt erindi undir heitinu "Kynlegir fjölmiðlar" þar kom margt athyglisvert fram. Engin kona hefur verið útvarpsstjóri, (nema Arnþrúður Karlsdóttir með sitt útvarp Saga) engin kona hefur verið sjónvarpsstjóri, engin kona hefur átt fjölmiðil (fyrr en nú) engin kona hefur verið ritstjóri dagblaðs, konur sem eru ritstjórar kvennatímarita eru öll í eigu karlmanna og svona má telja lengi í viðbót.
Vonandi verða þessi innlegg aðgengileg á netinu svo við getum fylgst með þessu. Eftir þetta komu ýmsar konur upp og sögðu örsögur úr lífinu og það var eitt nýtt fyrir mig sem ég hnaut um, það er að í 86 ára sögu stúdentaráðs hafa aðeins sex konur gegnt formannsembætti stúdentaráðs og er kosið á hverju ár!
Bloggar | Breytt 26.2.2007 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.2.2007 | 12:46
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar í dag. Allir velkomnir.
Ársþing Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar og opinn fundur undir yfirskriftinni "Konur í baráttuhug" fer fram á Hótel Loftleiðum næstkomandi laugardag. Þetta er annað ársþing Kvennahreyfingarinnar. Hreyfingin hefur vaxið mjög í fjölda á undanförnum árum og er mikill hugur í meðlimum hennar fyrir komandi Alþingiskosningar.
Ársþingið hefst kl. 14.00, með hefðbundnum aðalfundarstörfum; skýrslu stjórnar, kosningu og afgreiðslu ályktana.
Kl. 17.00 hefst opinn fundur undir yfirskriftinni Konur í baráttuhug. Framsögur flytja þær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir alþingismaður og Helga Vala Helgadóttir laganemi og frambjóðandi.
Þær Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kristrún Heimisdóttir, Valgerður B. Eggertsdóttir og Guðný Hrund Karlsdóttir munu þar á eftir flytja örsögur úr baráttunni, úr eigin reynslubrunni.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir ritstjóri Króníkunnar, nýs vikurits, mun að síðustu flytja erindið "Kynlegir fjölmiðlar".
Blásið verður til hátíðarkvöldverðar á Hótel Loftleiðum að lokinni dagskrá kl. 19.00
Afdráttarlausar áherslur Samfylkingarinnar
- Skilyrðislaust jafnrétti karla og kvenna
- Jafnréttismál verði færð undir forsætisráðuneytið
- Afnám launaleyndar og kynbundins launamunar
- Jafnréttismiðað nám í skólum landsins
- Barátta gegn klámvæðingu og ofbeldi
- Tafarlausar umbætur í réttarkerfinu í þágu fórnarlamba kynbundins ofbeldis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.2.2007 | 12:10
Brekkubæjarskóli/Heimilisfræði
Í vetur tók ég að mér að kenna Heimilisfræði en er annars myndmenntakennari. Heimilisfræðikennarinn er í námsorlofi í Kaupmannahöfn. Það er skemmtilegt að kenna krökkunum og margt spaugilegt gerist hjá okkur en líka stundum eitthvað sem ekki á að gerast.
Fyrir nokkrum dögum kom upp eldur af olíu á pönnu, krakkarnir urðu dáldið hræddir og öskruðu á mig, ég var í hinum enda stofunnar og þegar ég leit upp var eldhafið næstum upp í loft og ummál bálsins ein steikarpanna. Ég gekk hljóðalaust að eldteppinu og kippti því niður með rykk og lagði yfir eldinn, það var dauðaþögn. Ég áminnti þau um að ekki mætti ekki setja fullan straum undir þegar nota á olíu, það var alveg klárt að þetta var besta kennslustundin í vetur. Það var ekki bara óhappið heldur meðtóku þau örugglega fyrir lífstíð hvernig meðhöndla á olíu í matseld.
En ekki er ég nú viss um að ég hefði gengið svo fumlaust til verks ef ekki hefði verið sýnikennsla ásamt verklegu með starfsfólki skólans strax eftir áramót í brunabvörnum frá slökkviliði Akraness.
Hér kemur svo ein uppskrift af pestó sem notuð var á þemadögum í skólanum í janúar, hún er tekin bók Nönnu Rögnvaldsdóttur Matarást gott með brauði, pasta eða bar einhverju!
P E S T Ó
Upprunalega kemur pestósósan frá Persíu (Íran) en er tengd Ítalíu órjúfanlega í dag. Nafn sósunnar er komið frá ítalskri sögn pestare "að steyta" þannig var sósan eimitt búin til þ.e. í morteli og allt efnið steytt í hana. Í dag þykir mörgum steytt pestó betra og flottara en flestir búa hana þó til í blandara eða matvinnsluvél. Sósan er mest notuð með pasta á Ítalíu, aðallega þó með tagliatelle. Uppskriftin hér að neðan er algengasta pestósósan en hún er þó til í nokkrum fleiri útgáfum.
Pestó bls. 442
Hnefafylli af basillikublöðum
4 msk nýrifinn parmigiano- eða pecorino-ostur
2-3 hvítlauksgeirar
3 msk fururhnetur
Örlítið salt/pipar
1½ dl ólífuolía
Allt nema olían sett í blandara eða matvinnsluvél. Stillt á meðalhraða og olíunni hellt út í í mjórri bunu. Hrært þar til sósan er slétt og jöfn. Ef þunnu olíulagi er hellt á yfirborðið á sósunni geymist hún í allt að tvær vikur í ísskáp, en þá er best að setja ostinn ekki út í fyrr en nota á sósuna.
Verði ykkur að góðu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2007 | 10:49
Nemendum fækkar í skóla á Íslandi en kennurum fjölgar?
![]() |
Grunnskólanemendum fækkaði milli ára en kennurum fjölgaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Umræðan um stjörnur klámiðnaðarins sem eru á leið til Íslands eftir nokkra daga hér á blog.is hafa oftar snúist upp í heiftarlegt skítkast og vægast sagt óheflaðan málflutning. Engum er til góðs að hjakka í sama farinu og ætla ég að senda hér athugasemdarfærslu sem ég hef skrifað.
Pjetur Hafstein Lárusson skrifaði ágæta færslu á heimasíðu sína og hvet ég fólk til að lesa hana ásamt athugasemdum.
Nokkrir hafa einnig bloggað um skilningsleysi þeirra sem ekki vilja klámið til Íslands eins og t.d. þessi.
Að lokum birti ég athugasemd við athugasemd við skrifum Pjeturs.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 20:18
Aftur klám
Það er óþægilegt að horfast í augu við þann viðurstyggilega sóðaskap sem sendur er út í nafni peninga og gerfiþarfa og troðið bæði beint og óbeint upp á manneskjuna. Ég hef ekki sent út færslu síðan í fyrradag vegna depurðar sem stafar af allri umræðunni og vitneskjunni sem skapast hefur vegna fyrirhugaðrar klámráðstefnu eða leikstefnu 150 manna á gömlu Hótel Sögu í Reykjavík.
Vegna þessara umræðu hafa menn skipst á skoðunum í bloggheimi og fjölmiðlum. Það sem situr helst eftir af því sem ég hef fylgst með er að þeir sem eru fylgifiskar kláms (sem flestir af þeim segja að erfitt sé að skilgreina klám) hafa varið tilveru þessa hóps og væntanlega komu til landsins með ferðafrelsi og einkalífi. Það sem þrengir þessa hugsun er að þetta eru ekki einstaklingar á ferð hver í sínu lagi heldur eru þetta hópur fólks á vegum skiplagðra samtaka í klámiðnaðinum og koma sem slíkir undir merkjum þess.
Það er líka uppgövun út af fyrir sig fyrir mig að hafa haft kjark til að fara á heimsíðu þessa klámhrings og vafra um heimasíðuna og lenda í hryllingi sem ég hélt að ekki væri til, allavega ekki opið fyrir hvern sem er. þar inni er sá mesti viðbjóður sem ég hef séð í misnotkun á kvenlíkamanum. Ef konurnar eru ekki drukknar, uppdópaðar eða hreinlega geðveikar að þá hljóta þær að vera þvingaðar. Það segir mér engin að klám sé gert með fullu samþykki viðkomandi nema þetta sem ég á undan sagði er í gangi.
Hvaða fyrirmyndir skyldu þessar stúlkur/konur hafa haft í sínum uppvexti? Það skyldi þó aldrei hafa verið karlmenn sem hafa rænt þær æskunni og heilbrigðu líferni og kynlífi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2007 | 14:41
Umræða klámsins nær til kirkjunnar manna.
![]() |
Þjóðkirkjan og prestafélag Íslands harma klámráðstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2007 | 08:27
Kosningaskrifstofan á Akranesi
er fundin. Hún verður við Skólabrautina í hjarta
bæjarins við hliðina á Landsbankanum. Nú þarf bara að taka til og snurfusa!
Það eru vinsamleg tilmæli að þeir sem kunna að mála, og pússa með rafmagnspússara verði í sambandi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2007 | 13:16
Ellert B. Scram
og Guðbjartur Hannesson 1. maður á lista Samfylkingar í N-V kjördæmi, mæta í dag á nýja kaffihúsið Skrúðgarðinn sem er við Kirkjubrautina á Akranesi og hefur greinilega fengið nafnið af gamla skrúðgarði Skagamanna sem kaffistofan hefur bakdyr út í og verður spennandi að sitja þarna úti í vor og sumar.
En Ellert ( einu sinni blár, nú bleikur, vonandi) og Guðbjartur (Gutti) eru að fara tala um velferðarmál og bætt kjör. Ég ætla að mæta og hlusta á hvað mínir menn hafa að segja um þessi mál. Það verður af mörgu af taka og ég hef um þessar mundir mestan áhuga á velferðarmálum aldraðra, það er auðvitað persónlegt, ég á aldraða foreldra og pabbi minn er með minnisveiki (alzheimer) og svo fer minn eftirlaunaaldur óðum að nálgast!
Ótrúlegt mér finnst ég alltaf jafn mikil stelpa eins og Ellerti finnst hann vera jafnmikill strákur!
Sagði hann það ekki annars í einhverju viðtali?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2007 | 01:40
Almost Famous
er gömul kvikmynd sem ég man ekki neitt eftir. Þessi kvikmynd er viðfangsefni leiklistarklúbbs Fjölbrautaskóla Vesturlands í leikgerð Ólafs S. K. Þorvaldz sem leikstýrir einnig. Frumsýningin var í gærkvöld og var hún í Bíóhöllinni á Akranesi og auðvitað fullt hús.
Þetta er í annað skiptið sem Ólafur leikstýrir nemendum skólans og er því orðin ýmsum hnútum kunnugur. Það sem er áberandi við þær tvær uppsetningar hans er hvað honum hefur tekist ótrúlega vel upp við að virkja stóran hóp nemenda á sviðið, sem bæði syngja dansa og leika. Hátt í fjörutíu manns koma að sýningunni og eru sumir með fleiri en eitt hlutverk. Ekki má heldur gleyma að þau sömu sjá einnig um alla markaðssetningu, sviðsmyndavinnu, búningavinnu og fleira og fleira.
Sýningin var flott og gaman að sjá allt þetta unga hæfileikaríka fólk sem Skagamenn eiga völ á, frábærir leikarar, frábærir söngvarar, frábærir dansarar og frábært tónlistarfólk en á sviðinu var heil hljómsveit. Söngþjálfun og stjórn var í höndum hinnar virtu söngkonu Védísar Hervarar Árnadóttur og dansana æfði og stjórnaði Ásta Bærings sem hefur dansað frá fimm ára aldri og tekið þátt í fjölmörgum dansuppfærslum.
Bloggar | Breytt 18.2.2007 kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
-
jenfo
-
jonaa
-
kolgrima
-
annaeinars
-
krummasnill
-
draumur
-
heg
-
ringarinn
-
olapals
-
christinemarie
-
gudrunkatrin
-
sunnadora
-
helgamagg
-
gisgis
-
svanurg
-
pallijoh
-
olinathorv
-
skordalsbrynja
-
lillagud
-
hlynurh
-
siba
-
fridust
-
gurrihar
-
rosa
-
annriki
-
heidathord
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
ragnhildur
-
gisliivars
-
stormur
-
ragnarfreyr
-
jakobk
-
hjolaferd
-
ingasig
-
reni
-
arnalara
-
alfholl
-
fridaeyland
-
soley
-
toshiki
-
korntop
-
kallimatt
-
saxi
-
bryndisfridgeirs
-
hugsadu
-
astabjork
-
kiddip
-
skaftie
-
thor
-
huldam
-
annaragna
-
fjola
-
kloi
-
hronnrik
-
manisvans
-
brandarar
-
truno
-
vefritid
-
samfo-kop
-
para
-
gattin
-
adhdblogg
-
tryggvigunnarhansen
"Binni og Tommi.Orðabókin segir að orðið KLÁM þýði: 1 grófgert, illa unnið verk 2 gróft orð, klúryrði (einkum um kynferðismál eða kynfæri) - málfar, mynd eða annað sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum án nauðsynjar í listrænu samhengi, fræðslu e.þ.h. (skammstöfunin hér undan þýðir EÐA ÞESS HÁTTAR)Tvær setnigar frá ykkur herramenn hnaut ég um, sú fyrri er frá Binna: Er algerlega mótfallin ýmsum reglugerðum og lögum um þetta mál.
Eitt svar til umhugsunar, KLÁM er bannað samkvæmt lögum á Íslandi.
Sú seinni er frá Tomma:Helst ber þar að nefna barnaklám og eiturlyfjanotkun sem þú tengir á frekar hæpinn hátt við þetta fólk.
Staðreyndin er sú samkvæmt öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið á klámi og klámvæðingu sama hvað þér finnst það líta sakleysislega út, að það er tengt miklu stærra neti sem stundar hryðjuverk (nýja orðið yfir þetta frá Alþingi) á borð við mansal, barnavændi og síðast en ekki síst eyturlyfjasölu.
Binni og Tommi, ekki veit ég hvaða aldur þið berið og vonandi eru þið ekki orðnir pabbar, en þegar þið verðið það þá hugsið um dætur ykkar, því ef ekki nú sem við spyrnum við ógeðinu sem fylgir kláminu, þá bið ég Guð að hjálpa ykkur.
Eitt enn, þetta hefur ekkert með það að gera að taka ekki á móti fólki eða einstaklingum til landsins (jafnvel þótt það hafi áhuga á klámi) þetta hér fjallar um skipulögð samtök í klámiðnaði sem eru að koma hingað í tugum manna og jafnvel hundruðum til að taka m.a. klámmyndir."
Læt þetta gott heita í bili - en ég er ekki hætt að berjast gegn klámi. Ég tek undir orð Önnu Láru við þurfum kröftuga umræðu um siðferði kynlífs.