Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Kosningaskrifstofan á Akranesi

Hearter fundin. Hún verður við Skólabrautina í hjarta Heartbæjarins við hliðina á Landsbankanum. Nú þarf bara að taka til og snurfusa!

Það eru vinsamleg tilmæli að þeir sem kunna að mála, og pússa með rafmagnspússara verði í sambandi!HeartHeartHeart


Ellert B. Scram

og Guðbjartur Hannesson 1. maður á lista Samfylkingar í N-V kjördæmi, mæta í dag á nýja kaffihúsið Skrúðgarðinn sem er við Kirkjubrautina á Akranesi og hefur greinilega fengið nafnið af gamla skrúðgarði Skagamanna sem kaffistofan hefur bakdyr út í og verður spennandi að sitja þarna úti í vor og sumar.

En Ellert ( einu sinni blár, nú bleikur, vonandiJoyful) og Guðbjartur (Gutti) eru að fara tala um velferðarmál og bætt kjör. Ég ætla að mæta og hlusta á hvað mínir menn hafa að segja um þessi mál. Það verður af mörgu af taka og ég hef  um þessar mundir mestan áhuga á velferðarmálum aldraðra, það er auðvitað persónlegt, ég á aldraða foreldra og pabbi minn er með minnisveiki (alzheimer) og svo fer minn eftirlaunaaldur óðum að nálgast!

Ótrúlegt mér finnst ég alltaf jafn mikil stelpa eins og Ellerti finnst hann vera jafnmikill strákur!

Sagði hann það ekki annars í einhverju viðtali?Smile 

 


Almost Famous

er gömul kvikmynd sem ég man ekki neitt eftir.  Þessi kvikmynd er viðfangsefni leiklistarklúbbs Fjölbrautaskóla Vesturlands í leikgerð Ólafs S. K. Þorvaldz sem leikstýrir einnig. Frumsýningin var í gærkvöld og var hún í Bíóhöllinni á Akranesi og auðvitað fullt hús.

Þetta er í annað skiptið sem Ólafur leikstýrir nemendum skólans og er því orðin ýmsum hnútum kunnugur. Það sem er áberandi við þær tvær uppsetningar hans er hvað honum hefur tekist ótrúlega vel upp við að virkja stóran hóp nemenda á sviðið, sem bæði syngja dansa og leika. Hátt í fjörutíu manns koma að sýningunni og eru sumir með fleiri en eitt hlutverk. Ekki má heldur gleyma að þau sömu sjá einnig um alla markaðssetningu, sviðsmyndavinnu, búningavinnu og fleira og fleira.

Sýningin var flott og gaman að sjá allt þetta unga hæfileikaríka fólk sem Skagamenn eiga völ á, frábærir leikarar, frábærir söngvarar, frábærir dansarar og frábært tónlistarfólk en á sviðinu var heil hljómsveit.  Söngþjálfun og stjórn var í höndum hinnar virtu söngkonu Védísar Hervarar Árnadóttur og dansana æfði og stjórnaði Ásta Bærings sem hefur dansað frá fimm ára aldri og tekið þátt í fjölmörgum dansuppfærslum.

 


Húrra fyrir borgarstjóranum og mest húrra fyrir feministum og Stígamótum!

Það verður nú ekki annað sagt en húrra fyrir borgarstjóranum okkar að taka af skarið með þennan ósóma. Vonandi fylgja aðrir á eftir.

Það munaði litlu að þessi ósómi kæmi hingað hljóðalaust. Hótelið Radison SAS vissi ekkert hverskonar hópur fólks væri að koma og hótelstjóranum sem er kona fannst það bara í lagi að þau kæmu þegar hún var upplýst um það í gær! 

Hver eru eiginlega skylda viðskiptaaðila sem flytja og hýsa vafasöm samtök eins og þessi í klámiðnaðinum við hið opinbera eins og dómsmála- og lögregluyfirvöld á Íslandi?

Af hverju hafa lögregluyfirvöld ekki samstarf við lögregluyfirvöld í öðrum löndum núna í gangi líkt og við komu mótorhjólagengja og Falun Gong á sínum tíma?  Já og smygli á fíkniefnum og eiturlyfjum?


Af hverju í ósköpunum er svona mikil tregða við það að semja við kennara?

 

Það er ekki eins og þetta séu eiginlegar kjaraviðræður, þetta eru samtöl eða viðræður um grein 16.1 sem samþykkt var í síðustu kjarasamningum kennara. Þetta fjallar um svo sjálfsagt mál eins og efnahags- og kjaraþróun. Þegar samið var árið 2004 var talið að verðbólgan myndi aldrei fara yfir 3% en hvað hefur gerst? Óskapnaðurinn eða verðbólgan hefur farið yfir 7%.

Af uppeldisstéttunum þremur þ.e. Þroskaþjálfar,Leikskólakennarar og Grunnskólakennarar eru Gunnskólakennarar lægstir í launum. Það er af sem áður var. En það er ekki þar með sagt að ég samgleðjist ekki hinum tveimur systurstéttum Grunnskólakennara, mér finnst það frábært að fólk er metið eftir vægi starfa og í raun og veru gott betur.

Grunnskólakennarar eru ekki með lausa samninga fyrr en 1. janúar 2008 og eftir því sem á undan er gengið virðist allt í hnút og ekkert verði gert fyrr en þá. En því miður það er og verður allt of seint. Grunnskólakennarar eru þegar farnir að tínast úr störfum sínum vegna lágra launa.

Í grein 16.1 segir m.a.:
Aðilar skulu taka upp viðræður fyrir 1. september 2006 og meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða og ákveða þær ráðstafanir sem þeir verða sammála um.
Eins og þarna kemur fram eiga aðilar að meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða, og ef svo er eiga þeir að koma sér saman um hver þessi viðbrögð eru.

Hvað eru sveitarstjórnarmenn að hugsa? Kemur þeim þetta ekkert við? Hver er þessi launanefnd sveitarfélaga, máttlausir fulltrúar sveitarfélaganna? Hvað hræðsla er í gangi hjá sveitarstjórnarmönnum að skipta sér af þessari deilu opinberlega meir en þeir hafa gert? 

 Launanefnd sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara hafa ekki náð saman í viðræðum og virðist vera langt í land á þeim bæjum að það sé einhver grundvöllur til aðgerða vegna bókunnar 16.1

Nú lítur allt út fyrir að systurstéttir grunnskólakennara ásamt öðrum stéttum sem standa okkur nær verði með 15%hærri laun en Grunnskólakennarar 1. janúar 2008.

ÁFRAM KENNARAR  - LÁTIÐ EKKI DEIGAN SÍGA


Fékk einhver bæklingin inn um bréfalúguna "Staðreyndir um kennarastarfið"?

Þetta er efalaust staðreyndir sem margir hafa beðið eftir bæði almenningur eða foreldrar og kennarar. Þennan bækling fékk ég í dag inn um bréfalúguna  og ekki vanþörf .

það er ekki bara almenningur sem hefur oft þurft á upplýsingum og útskýringum á vinnutíma kennara að halda, heldur kennarar sjálfir ekki síst. Ég þori að fullyrða að það er enginn vinnutími jafn flókinn og kennara. það er líka eflaust hluti af því að kennarar hafa átt í erfiðleikum með ímynd sína og kjarabaráttu í gegn um tíðina.

Einn bloggari mbl. bloggar í dag og kallar kennarastéttina í landinu "varavinnuafl heimilanna"! Þessi bloggari heldur áfram og segir að með aukinni sókn kvenna í starfið hafi kennarar samið af sér launahækkanirí stað frídaga!

Þvílíkir fordómar eru sjaldséðir - en því miður þeir eru til.

Það þekkist ekki hjá öðrum starfsstéttum þjóðfélagsins að vinnustöðum sé skipulega lokað til að starfsmenn endurmennti sig. Líkt og aðrar stéttir ættu kennarar að geta lagt stund á endurmenntun án þess að skella í lás.

Ætli það geti verið að aðrar starfsstéttir þjóðfélagsins sæki sér endurmenntun utan vinnutíma?

Ekkert fer eins í taugarnar á foreldrum og starfsdagar grunnskólakennara. Og það vita kennarar ósköp vel og óskiljanlegt hvers vegna þeir hafa ekki samið um breytingar á þessu fyrirkomulagi.

Hvenær fer hugsunin í gang hjá manneskjunni að skólar eru ekki gæslustofnanir?


Akranes

Akraneskaupstaður hefur gert samning til tveggja ára við Rauða krossinn um þjónustu við útlendiga hér á Skaga. það er ekki hægt annað en að fagna þessum tímamótum sem ég hef lengi beðið eftir. Það hefur ekki ósjaldan komið upp í hugann þegar umfjöllun fjölmiðla nær til  erlenda íbúa í öðrum bæjar og sveitarfélögum við iðju sína og menningu sem blandast hefur við menningu heimamanna hver á sínum stað, að ég hef spurt mig hvenær verður svona eitthvað á Akranesi?

En nú er svarið komið og spennandi verkefni fyrir höndum undir styrkri stjórn Önnu Láru Steindal verkefnisstjóra Rauða kross deildar Akraness. Til hamingju með þetta allir sem að því koma!


Halló Samfylking!

Það er ekki hægt að neita því að tlfinningin var notaleg við niðurstöðu nýjustu skoðannakönnunar um fylgi flokkanna til komandi alþingiskosninga.
Þótt ég hafi aldrei trúað á eða verið í afneitun um vægi eða gildi skoðannakannanna, leyfi ég mér að gleðjast svolítið yfir þessari, afhverju ekki?
Í það minnsta finnst mér nauðsynlegt að geta glaðst eftir hroðann um daginn sem fór ílla í mig.

Kannski er kurteisi alþingismanna og frambjóðenda Samfylkingarinnar að skila sér, sem falist hefur í því m.a. að þeir tala við fólk en ekki til fólks.

Allt á byrjunarreit.

Ég er en að finna út úr blogg síðunni. Mér tókst áðan að breyta litnum en í leiðinni fékk ég heldur betur holskeflu af allsskonar tengladrasli hægra megin sem ég gat ekki losað mig við í fyrstu tilraun.

 Ég þarf imba kennslu á þetta svona skref fyrir skref!

Ég kalla eftir hjálp.


Ja hérna! Nú þykir mér tíra á skarinu.

Það var stjúplangamma mín Helga Sigurðardóttir ljósmóðir sem notaði þessa setningu "Nú þykir mér tíra á skarinu" oftar en ekki á mínum uppvaxtarárum. Mér fannst hún passa ágætlega við í þessu tilfelli þegar ég fer af stað með fyrstu bloggfærsluna.

Annars var hún oft kölluð Ljósa af þeim börnum sem hún tók á móti og þekkti ég þá nafngift vel því faðir minn kallaði hana aldrei annað. Það fer vel á því að minnast hennar ömmu með þessum hætti því ljósið tírði oft í kringum hana.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband