Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
29.5.2007 | 23:03
Ókeypis máltíðir
Samkvæmt könnun neytendastofu eru aðeins tveir grunnskólar á landinu sem veita nemendum sínum ókeypis máltíðir. Annar skólinn er í Vogum á Vatnsleysuströnd og hinn er í kántrýbænum Skagaströnd. Í fljótu bragði eiga þessir staðir ýmislegt sameiginlegt, líklega svipað stórir og eiga sér báðir fyrirmyndir í kántrý eða bandarískri menningu. Vogar eru í nágrenni Miðnesheiðar en Skagaströnd er heimabær kántríkóngsins. Hallbjörn flutti þessa menningu með söng sínum og útvarpi sem gæti alveg eins verið afleiðing af kanaútvarpinu gamla sem allir á Reykjanesinu hlustuðu á. Áhrifin eru víðtæk og kanarnir kalla nú ekki allt ömmu sína í skólamálum, þeir hafa allt í henni Ameríku og einhvernvegin finnst mér að ég hafi heyrt það sem lítil stelpa að íslenskir krakkar sem komu við í henni Ameríku hafi fengið ókeypis mat í skólanum þar!
En samt vona ég að þetta verði framtíðin fyrir íslensk börn - ÓKEYPIS MÁLTÍÐIR Í GRUNNSKÓLUM
Tveir grunnskólar bjóða nemendum ókeypis máltíðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.5.2007 | 16:31
Hvað er móðurborð í tölvum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2007 | 15:52
Tölvan mín er enn í viðgerð.
Ég er bara að stelast inn í hinar og þessar tölvur til að skoða blogg og stundum skrifa ég athugasemdir. Ég fór í gegn um allt bloggið hjá bloggvinum í gær og stundum er það svoleiðis að það fer allur máttur úr mér við að sjá hvað sumir eru duglegir að blogga. Jenný Anna gömul hverfis og unglingavinkona mín er ein af þeim og hún á metið af þeim sem ég kíki á reglulega. Þegar ég fór inn á bloggið í gær með þeim tilgangi að senda henni kveðju í athugasemdum þá varð mér um og ó því ég vissi ekki hvar ég átti að bera niður, hún var búin að setja inn fimm færslur fyrir einn dag! Geri aðrir betur.
Tölvan mín er komin til Reykjavíkur í skoðun, ekki veit ég hvað þeir ætla að hafa hana lengi, hún er búin að vera sex daga í skoðun.
Annars er búið að vera nóg að gera, ég á tvo syni sem hafa og eru að útskrifast um þessar mundir úr skólum sínum. Fylkir varð stúdent í gær frá Fjölbrautaskóla Vesturlands http://www.fva.is/ og Sindri útskrifast á næstu dögum frá leiklistarskólanum Film/teaterskolen Holmberg í Kaupmannahöfn. Í gær var smá boð fyrir Fylki hér heima og pabbi hans sagði gestum frá því að hann hefði náð að vera tveimur heilum hærri en hann á stúdentsprófi (hann á heldur ekki bara eitt foreldri)en Sindra er boðið til Spánar þann 12. júní n.k af tengdaforeldrum sínum. ´
Ég fór áðan til vinkonu minnar hér á Skaga í danskan frokost, strákurinn hennar Vésteinn og hans kærasta útskrifuðust frá Fjölbrautaskóla Suðurlands s.l. föstudag, þar var opið hús fyrir vini og ættingja og var margt um manninn.
Veðrið er yndislega fallegt og naut ég þess áðan að vera hjólandi til og frá frokostinum.
Fylkir og Alexandra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.5.2007 | 14:53
Fyrirmyndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2007 | 19:47
Tölvur, ending og gallar tölva.
Ég er í leiðinda skíta málum með tölvur þessa daganna. Um daginn dó tölvan mín sem ég keypti fyrir rúmum tveimur árum, hún fór í skoðun og ekkert hægt að gera. Ég var svo sem ekkert að ergja mig neitt út af því, þetta er bara búið og gert. Tölvan átti þó fyrir mér, að duga lengur og átti að þjóna s heimilinu eitthvað áfram.
Í janúar fékk ég nýja tölvu, samloku, ægilega ánægð, ég sá ekki um kaupin heldur gerði "maðurinn" það og sagði að hún ætti aðallega að vera mín. Þetta er hin flottasta tölva allt svo nýtt að mestu vandræði voru að senda öðrum póst og fleira, (ég er sko engin tækjakerling, nýti mér bara það sem ég læri eins og páfagaukur á tölvuna og gengur bara ágætlega að mínu mati) tölvan heitir hp pavilion og mér er sagt það sé ekkert slor! Traust og gott merki. Strax í byrjun voru allskonar leiðindi með tölvuna og "maðurinn" fór með hana tví- þrígang til baka að láta skoða og athuga, en alltaf var hann sannfærður um það, eða næstum því að ekkert væri að.
Svo gerðist dáldið dularfullt í fyrradag, skjárinn á tölvunni dó - "maðurinn" fór með hana til viðskiptaaðilans og viti menn hann var sendur með tölvuna til baka! Stundum er maður svo gapandi hissa á hvernig hægt er að fífla fólk fram og til baka með vöru sem það kaupir fyrir tugi þúsunda og telja vikomandi trú um að allt sé í lagi. Nú ég settist við tölvuna og byrjaði að nota hana og allt gekk vel. Ég var hin ánægðasta og segi sí svona við "manninn" hvort ég ætti að breyta eitthvað aðferðinni við skilnað á tölvunni svona eins og að skilja hana ekki svona mikið í gangi eða kannski ekki loka henni alveg, hann kenndi mér bví hvernig ég geti sett hana á stand by. Ég prófa og kveiki svo aftur og skjárinn dauður!
Í gær var sem sagt farið með hana eina ferðina enn og veit ég ekkert hvað kemur út úr því. "Maðurinn" er eiginmaður minn, það fyrirfinnst ekki eins prúður maður og skilningsríkur á jarðríki, hann kann ekki dónaskap hvað þá heldur frekju (fyrirgefið ákveðni því karlar eru ekki frekir) - en nú er nóg komið því hann gæti kannski sprungið!
Ég held ég yrði bara dáldið fegin ef það gerðist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2007 | 19:51
Nautn og unaður
Var að standa upp frá matarborðinu eftir yndislega máltíð, bíðið aðeins - er að hneppa frá buxunum, samt var ég að reyna að passa mig að borða ekki of mikið. En hvað gerir maður ekki þegar grillað nautakjöt er á boðstólum með hasselbagte kartöflum, bearnaise sósu (úr pakka en upp djassaðri eins og Ragnar Freyr sagði frá ekki alls fyrir löngu) http://ragnarfreyr.blog.is/ hrásalati með klettasalati, konfekt tómatar, rauð paprika og mozzarella osti. með þessu var dreypt á rauðvíni Campo Viejo, Reserva 1999.
Þetta er næstum sú mesta nautn og unaður þegar maturinn heppnast svona vel eins og í þessu tilfelli og ekki er það verra að maðurinn minn sá um mestan partinn. Einfalt en samt svo yndislega gott.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.5.2007 | 16:11
Blendnar tilfinningar
Nú er Geir búin að bjóða upp í dans, (eins og Helga Vala komst svo skemmtilega að orði) en verður það vangadans eða farið heim undir eina sæng?
Bíðum og sjáum til!
Þetta er ekki minn draumur, en getur verið að í öllum kosningatitringnum bæði í undanfari og við úrslitin gleymist að þetta er ekki eins mikil spenna á milli í raun og veru eins og það var í old days. Allt er flatara og allir meira sammála, engin átök sem ekki er hægt að semjaum. Kannski verður Kollu Bergþórs að ósk sinni eða Ólafi Teiti ef Geir vill fara með næstsætustu heim!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.5.2007 | 13:14
Ekki loka augunum
Furðulegt af lögreglu að gera ekki greinarmun á könnunarviðtali sem eru í kringum 50 á ári eða skýrslutöku sem eru 200 á ári í Barnahúsi. Í eins viðkvæmu máli og kynferðisafbrot eru gagnvart börnum og unglingum er þetta meiri háttar klúður. Að nota könnunarviðtal til grundvallar fyrir rétti án nokkura skýrslutöku er absúrt.
Þrír karlmenn á móti einni 16 ára og allir sýknaðir?
Skýrslan ekki ætluð dómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2007 | 12:30
Byrjuð í vinnunni
og verkefni dagsins er "kjötkúlur", "pasta með grænmeti og pestó" og kanilkaka.
5. bekkur annars vegar og 8. bekkur hins vegar. En það er frí á morgun!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2007 | 22:37
Amager
Ég kem heim á morgun og er búin að vera nær eingöngu hér á Amager. Ég gekk í dag út í Holmen og ætlaði að ganga í gegn um Christaniu en þar var okkur snúið við vegna uppþotsins í dag og gekk ég veginn í staðinn. Eftir að hafa erindað þar fór ég með siglandi strætó eða strætóferju að Knippelsbro, það hef ég ekki gert áður og mæli með því. Í kvöld var ég að passa barnabarnið meðan að mamman fór að horfa á pabbann leika. Tíminn er fljótur að líða og heimferðin er kl. 14 að dönskum tíma á morgun.
Sjáumst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
ÞESSI SKRIF HÉR FYRIR NEÐAN ER TEKIÐ AF ATHUGASEMDABLOGGI VEGNA UMRÆÐNA UM SKIPUN NÝRRA RÍKISSTJÓRNAR. ÞAR SEM ÉG HEF ÁÐUR KOMIÐ INN Á FYRIRMYNDIR AÐ ÞÁ ÞÓTTI MÉR ÞAÐ ATHYGLISVERT HVERNIG BALDUR KOM INN Á ÞETTA OG FÉKK ÉG HANS LEYFI TRIL AÐ BIRTA ÞAÐ Á MINNI BLOGGSÍÐU! GERIÐ SVO VEL.
"Það er vissulega fjölmargt í kynjaumræðunni sem er hundleiðinlegt. Ekki spurning. Sumt meira að segja fáránlegt.
Ég held hins vegar að akkúrat þegar á toppinn er komið (ráðherraembætti) séu gild rök fyrir því að reyna að skipta sæmilega jafnt milli kynja.
Það þýðir ekki að bölsótast út í konur og prófkjör, ef engar eru fyrirmyndirnar.
Segjum t.d. að sama staða væri hjá Samfylkingu; 1 kona - 5 karlmenn. Snúum svo verðandi stjórn á haus og hugsum okkur að 10 konur og tveir karlar væru ráðherrar.
Fjandakornið. Ég held það myndi draga aðeins úr mér kjarkinn ef ég ætlaði í prófkjör.
Staðreyndin er sú að ef ungar stúlkur alast upp við að horfa upp á karlmenn í flestum valdastólum, verður ævinlega erfiðara fyrir þær að stíga sín upphafsskref í pólitík.
Sem sagt. Breytingar á toppnum eru líklegar til að skila árangri á neðri þrepum. Það er ekki nema hálfur sannleikur að kenna slælegri þátttöku/gengi í prófkjörum um."