Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
14.5.2007 | 17:18
True love
eftir Charles L. Mee er útskriftarverkefni leiklistarnema við Film/teaterskolen Holmberg í Kaupmannahöfn. Leikstjórinn heitir Lars Henning, sem þekkir hópinn orðið nokkuð vel því hann setti líka upp leikrit með þeim í fyrra. Sýningar eru á hverju kvöldi frá 11. maí til 19. maí og er aðgangur ókeypis. Pantað verður þó miða/sæti, eða láta vita af komu ykkar í síma 0045 35 36 36 89.
Það er ekki stórt rými sem skólinn hefur til að sýna í og verður því óhjákvæmilega mikil nánd við áhorfendur. Í gærkvöldi þegar ég var á sýningunni upplifði ég að sjá heila fjölskyldu yfirgefa leiksýninguna að vísu í hléi en varð þess sterkt vör á fyrrihluta sýningarinnar að þeim hundleiddist eða skildu ekki neitt. Þetta voru hjón með tvo drengi á aldrinum ca 13 ára og 17 ára. Það eru níu leiklistarnemar að útskrifast úr skólanum og eru fimm þeirra Íslendingar og þykir mjög sérstakt.
Mér fannst gaman að sjá alla nemana aftur því ég fór í fyrra að sjá þau. Þá fannst mér leikritið skemmtilegra og náði því kannski betur, nú var stykkið aðeins þyngra og meiri málnotkun ásamt miklum hraða á köflum. Verkið fjallar um breyskleika manneskjunnar og hvernig samfélagið og fjölmiðlar verða áhrifavaldar hennar.
Ég óska öllum til hamingju með útskriftina og sýninguna og takk fyrir mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2007 | 11:03
Afmælisgjöfin ekki sú besta!
Sit hér á Aurasundsstúdentagarðinum og blogga úr tölvu sonar míns. Fór að sofa á skikkanlegum tíma og vakna svo við miklar og skelfilegar niðurstöður úr kosningunum. Sextán ára gömul ríkisstjórn heldur velli, er það furða þótt maður heyri af vörum ungs fólks að það sé margt gott hjá sjallanum þegar þau hafa enga aðra fyrirmynd í uppeldinu.
Þetta er sorglegt að fá ekki breytingu sem nær helmingur þjóðarinnar vill. En svo er annað mál með auglýsingar og peningavaldið eins og Jóhannesarauglýsingin sem er ekkert annað en lokahnykkur á kosningu sjallana. Gott trykk en slæm afmælisgjöf fyrir mig í dag.
Bið að heilsa samherjunum á Skaga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.5.2007 | 10:35
Tveir dagar eftir
til kosninga með þessum degi. Það er búið að vera skemmtilegt og er skemmtilegt að fylgjast undirbúningi og baráttunni. En allt tekur endi og þá kemur eitthvað annað og vonandi betra!
Ég fer til Kaupmannahafnar á kjördag til að vera hjá syni mínum og hans fjölskyldu í tveggja til þriggja daga heimsókn. Sonur minn hefur verið að skoða fasteignaauglýsingar á Íslandi, það er ekki laust við að hrollur fari um mig minnug þess hvernig var að koma heim úr námi árið 1987 eignalaus og leitandi af leiguhúsnæði eigandi 5 barna.
En allt hefur....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2007 | 09:49
Hittumst á Akranesi
í kvöld á kosningaskrifstofunni. Baráttufundur með Gutta og við ætlum að fylla skrifstofuna kl. 20 og fram eftir. Það verða flutt ávörp, tónlist og fleira.
Koma so og munið að vera í essinu ykkar x-SSSSSSSSSSSSSS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007 | 13:52
Sitt lítið af hverju
Hér fylgja uppskriftir af matnun sem 8. bekkingar bjuggu til í dag í heimilisfræðinni.
SALTFISKUR MRÐ PAPRIKUSÓSU
300 g vel útvatnaður, roð- og beinlaus saltfiskur
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 lítil dós tómatkraftur
2 rauðar paprikur
1/2 dl kalt vatn2 msk olía
2 tsk sykur
1 msk kapers (má sleppa)
Aðferð
1. Skerið laukinn smátt og látið malla á djúpri pönnu í olíunni við vægan hita.
2. Takið utan af hvítlauknum og kremjið út á pönnuna. Látið krauma stutta stund.
3. Bætið tómatkrafti út í og hrærið vel.
4. Saxið paprikurnar eins smátt og hægt er og bætið á pönnuna.
5. Bætið vatni, sykri og kapers, ef það er notað, á pönnuna.
6. Skerið saltfiskinn í litla bita og bætið á pönnuna.
7. Látið malla undir loki í 25 mínútur.
8. Berið fram með hrísgrjónum og fersku salati að eigin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 16:19
Það er gaman að hafa vald/völd!
Vinsældir manna í pólitík reiknast oftast út frá framkvæmdum viðkomandi. Nú upp á síðkastið hafa Sjálfstæðismenn líklega ásamt litlu meðreiðarskinnum sínum verið að framkvæma hvert góðverkið á eftir öðru. Síðast í dag sáum við fréttir þess efnis að Listaháskólinn er búin að fá lóð í Vatnsmýrinni og ég er himinlifandi fyrir þeirra hönd. En bíðum við, afhverju núna korteri fyrir kosningar eins og gjarnan er slengt fram?
Þeir hafa verið óvenju kátir undanfarið og leika jólasveininn í hástert og jólin eru ekki á næstu grösum!
Kjósendur bera aukið traust til Geirs H. Haarde | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2007 | 13:34
Sorglegt hvað Frakkar eru aftarlega á merinni!
Nú eru kosningarnar í dag og lítur ekki sérlega vel út fyrir Royal það er 10% munur og það er því miður of mikið til að sjá fyrir sér að Hún geti unnið nema að það verði kraftaverk.
Sarkozi hvetur Frakka til að vera duglegri að vinna og ég sé að þetta fellur í kramið hjá þeim bloggurum sem eiga sitt undir í fyrirtækjarekstri og ekki heldur við öðru að búast frá hægri manni sem er sonur innflytjanda sem hefur örugglega þurft að leggja sitt að mörkum til aðlögunar og koma syni sínum til metorða.
En Segelone Royal er dóttir þekkts hershöfðingja í Frakklandi sem ól dætur sínar upp í atjándaraldardúr þar sem þær máttu ekki fara í skóla. Royal er miðjubarn og komst framhjá þessu og gekk í skóla þar sem ríkra manna börn sóttu. Hún sótti síðar mál fyrir hönd móður sinnar gegn föður sínum svo eitthvað hefur ekki verið í lagi hjá þessum stranga föður. Hún var umhverfismálaráðherra í tíð Mitteraand.
Sego eða Sarko? Vinstri eða hægri? Vinna eða velferð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2007 | 19:34
Magnea Sindradóttir 11 mánaða
Smá ömmumont!
Magnea Sindra og Aldísardóttir í Kaupmannahöfn. Er að fara til hennar eftir viku, á kosningardaginn!
Pabbinn að útskrifast úr leiklistarskólanum. Erum að fara sjá lokaverkefnið hjá honum, ég og Biggi.
Lag færslunnar -> Bardukha - Farid
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2007 | 15:52
Anna Kristín Gunnarsdóttir er hitt kynið!
Í þessu kjördæmi er framboð karla mest áberandi í efstu sætum allra stjórnmálaflokkana til alþingiskosninga vorið 2007. Kjördæmið hefur því fengið það umtal að vera karlægasta kjördæmið á Íslandi. Það vantar hitt kynið inn á alþingi fyrir kjördæmið. Raddir kvenna verða að vera með vegna þess að konur eru öðruvísi en karlmenn. Anna Kristín Gunnarsdóttir er alþingismaður, hún hefur dýrmæta reynslu sem við höfum ekki efni á að missa. Þar að auki er reynsla hennar mikilvæg fyrir frambjóðendur í 1. og 2. sæti Samfylkingarinnar sem eru karlmenn. Ég ætla ekki að segja að þeir gætu ekkert án hennar en óneitanlega verður allt markvissara fyrir kjördæmið með hana og hennar reynslu fyrir kjördæmið. Anna Kristín er í 3. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi til alþingiskosningar 2007.
Hæfi kvenna
Skoðanakannanir hafa sýnt það undanfarið að raunhæfur möguleiki er að koma Önnu aftur á þing. Til þess að svo megi verða er afar mikilvægt að konur hugsi um konur og kjósi konur. Karlar hafa nær aldrei kosið annað en karla og leyft konunum að vera með. Ég er búin að fá nóg af þeim klysjum að það eigi ekki að kjósa konu af því hún er kona heldur eftir hæfni hvers og eins hvort sem það er karl eða kona. þessi viska er orðin yfirþyrmandi og traðkar á konum, það er eins og það þurfi að afsaka það sérstaklega að kjósa konu og sýna fram á að hún hafi fullt af hæfileikum umfram karla til að mega styðja hana. Það hefur margoft komið fram í ýmsum rannsóknum að konur eru samviskusamari en karlar og vinna vel vinnuna sína.Það er ekki nóg að reka upp öskur og segja að það sé erfitt að fá konur í pólitík og félgsstörf almennt en hundsa þær svo þegar þær eru til staðar.
Kreppan bitnar á konumAnna hefur unnið ötullega fyrir kjördæmi sitt á þingi . Störf án staðsetningar og samgöngur hefur verið eitt af hennar baráttumálum fyrir kjördæmið.
Hún hefur marg oft vakið athygli á því að hjá ríkinu eru um fjórða þúsund opinber störf sem ætluð eru landsbyggðinni sem hægt er að vinna allsstaðar en af þeim eru 300 400 störf auglýst árlega laus til umsóknar. Til fróðleiks og viðmiðunar að þá eru 15.000 störf í Reykjavík á vegum hins opinbera. Með bættum fjarskiptum þ.e. háhraðatengingu eru möguleikar manneskjunnar efldar í sinni heimabyggð í staðin fyrir þann flótta sem átt hefur stóran þátt í fólksfækkuninni, Fólksfækkun úr dreifðari byggðum landsins er 20% og á Norðvesturlandi eru konur í meirihluta sem flýja vegna atvinnuástands.Samfylkingin setti fram þingsályktunartillögu um að skilgreind verði öll opinber störf á landsbyggðinni í byrjun síðasta þings og fékk það samþykkt undir þinglok. Með þessari tillögu er hægt að jafna aðstöðu þeirra sem vilja búa í sinni heimabyggð en hafa ekki getað vegna atvinnuástands. Meirihluti þeirra ungmenna sem ganga til mennta annars staðar vilja snúa heim að námi loknu, en því miður hefur samfélagið í heild sinni sofið á verðinum og ríkisstjórnin ekki haft hugmyndaflug fyrir þetta vel menntaða fólk.
Hvar eru allir ráðherrar kjördæmisins?
Anna hefur talað um forneskju í vegamálum Vestfirðinga þar sem íbúar hafa bæði búið við skeytingarleysi og metnaðarleysi samgönguyfirvalda. Á Suðurfjörðum Vestfjarða eru stórhættulegir malarfjallvegir. Það vantar ekki að íbúar hafa leitað ásjár hjá stjórnvöldum um endurbætur og viðhald en undirtektir eru engar.Á norðurvæði Vestfjarða eru ýmsar hindranir eins og, flóðasvæði, fjallshlíð sem er að hrynja smátt og smátt og gæti þess vegna komið í heilu lagi,snjóflóðahætta og 13 einbreiðar brýr. Ýmsum frankvæmdum sem legið hafa fyrir hefur verið slegið á frest vegna ofþennslu annarsstaðar! Það getur stundum verið erfitt að skilja sumar skilgreiningar.Það er líka sérkennilegt að á sama tíma og Norðvesturkjördæmið hefur á að skipa þremur ráðherrum í ríkisstjórn, samgönguráðherra, sjávarútvegsráðherra og félagsmálaráðherra að allt sem tilheyrir þeirra ráðuneytum er meira og minna á niðurleið í norðvesturbyggðum landsins. Áföll atvinnufyrirtækja s.s. fiskvinnslu í Bolungarvík og Marel á Ísafirði, vegakerfi með dauðagildrum og skildi félagsmálaráðuneytið hafa einhver afskipti af þessum 20% flóttamönnum innanlands?Anna Kristín er ekki bara kvenmaður hún er vígamaður sem vinnur vel fyrir sitt kjördæmBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.5.2007 | 19:37
Vilt þú
- að sálfræðingar og annað fagfólk sem er sérhæft í að greina og meðhöndla geð- og atferlisraskanir barna og unglinga, verði ráðið í auknum mæli til starfa á heilsugæslustöðvum?
- draga úr tekjutengingu barnabóta?
- efla stuðning við börn foreldra sem eiga sjálfir við geðræn vandamál eða fíkniefnavanda að stríða?
- endurskoða framkvæmd og fyrirkomulag samræmdra prófa?
- stórefla forvarnastarf gegn kynferðisofbeldi, þ.m.t. barnaklámi í samstarfi við frjáls félagasamtök s.s. Blátt áfram, Stígamót og Barnaheill?
- að yfirfarin verði verkaskipting ríkis og sveitarfélaga, stjórnsýsla og framkvæmd opinberrar þjónustu við börn og barnafólk með tilliti til markmiða, samstarfs, samhæfni, skilvirkni og árangurs?
SAMFYLKINGIN vill gera þetta og miklu meira!
X-S
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen