Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Þegar börnin fara að gráta á nóttunni hjá gamlingjunum!

Skemmtilega bloggfærslu er að finna á bloggsíðu Þorsteins Ingimarssonar um svokallað gervibarn. Ég hef sjaldan lesið eins skemmtilegt sem gerist í raunveruleikanum og ekki hægt að breyta eða hnika við á nokkurn hátt og gæti ekki verið meiri reynsla fyrir ungt fólk sem lætur sig dreyma um lítinn hnoðra en veit ekki hvaða tími og fórn fylgir því.

Lesið skemmtilegheitin hér.


Svartir dagar á Akranesi...

... og mikil óvissa framundan hjá starfsfólki HB Granda á Akranesi. Það er ótrúlegt hvernig byggðarlag eins og Akranes sem hefur verið eitt af flaggskipum Íslands í fiskvinnslu og útgerð er að þurrkast út.

Forfeður mínir byrjuðu hér á Breiðinni og réru eða silgdu til fiskjar á skútum við mikil harðindi oft og áfram héldu menn upp heiðri sjómennskunnar hér á Skaga eins og textinn  "Kátir voru karlar" segir frá.

Áfram sjómenn og fiskvinnslan!Cool

 

 


mbl.is Bæjarstjórn Akraness boðar til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verðið þið að lesa....

... ótrúlegt nú á tímum. Hér líka næstum beint fyrir framan nefið á mér. Aumingja fólkið.
mbl.is Sat á ferðatösku við Akratorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttalegur strákur en góður leikari.

 

                                               jokerpicfake.jpg 

Horfði á myndina Knight's Tale með Heath Ledger í gærkvöldi í danska sjónvarpinu. Hef séð  hana áður, en horfði á hana öðruvísi núna, aðallega á Ledger. Ótrúlega  góður leikari og skemmtilegt og svipbrigðamikið andlit. Myndin er frá 2001 og hann aðeins 22 ára.

Ég uppgötvaði hann í þætti hjá Jay Leno fyrir nokkrum árum og þá var hann að leika í myndinni The Patriot sem gerð var árið 2000, þar lék hann annað aðalhlutverkið á móti Mel Gibson, flott mynd. Í þeirri mynd lék líka Joely Richardsson sem er dóttir hinnar miklu baráttuleikkonu Vanessu Redgrave.

Svo kom frægasta myndin með honum árið 2005 Brokeback Montain sem hafði mikil áhrif á leiklistarferil Ledger og líka á hans einkalíf. Þar hitti hann leikkonuna Michelle Williams og eignaðist með henni dóttur  og er Jake Gyllenhaal  sem lék á móti honum guðfaðir barnsins. Það er greinilegt að þau þrjú hafa þurft að leggja mikið á sig fyrir þessa mynd og bundist órjúfanlegum böndum við gerð hennar

En einhver klikkun er í gangi í BNA því nú hafa einhverjir farið af stað með mótmæli gegn minningu leikarans af því að hann lék HOMMA!


mbl.is Minningarathöfn um Ledger fer fram í Los Angeles
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsvirðingin er ein af dyggðunum

DSC01328

Eftir allann óhugnaðinn í pólitíkinni er eins gott að saklaus börnin viti ekki neitt um þetta. En þau verða líka fullorðin og sagan er ekki falleg og verður ekki fyrir þau. Hvaða fyrirmyndir erum við að hafa fyrir börnum og barnabörnum okkar? Mér sýnist það vera illgirni, svik, prettir og klækjabrögð. 

Ef við hugsum til þess hvað verið er að kenna börnum í leikskólum og grunnskólum, þá er eitt víst að allt sem hefur verið gert í pólitíkinni í gær og í dag fellur ekki undir dyggðir eins og stefnan í mínum skóla er, ein dyggð á önn og dyggðin núna er SJÁLFSVIRÐING!

Í Aðalnámskrá Grunnskóla er áhersla á virðingu og gildi hennar: "Helstu gildi lýðræðislegs samstarfs eru: jafngildi allra manna, virðing fyrir einstaklingum og samábyrgð"

Grunnskólinn er þá málið eftir allt saman fyrir þá sem fara út af brautinni á fullorðinsárum! Virðingin er eina leiðin til að halda lýðræðinu.

Á myndinni eru elsta og yngsta barnabarnið mitt, Sandra María sú eldri og Magnea sú yngri. Þær eru 13 ára og hálfs annars árs. Ég sé það svo vel núna að það er hræðilegt að ein og tvær kynslóðir í viðbót eru að vaxa úr grasi og hafa engan pólitískan áhuga, en nú skil ég hvers vegna.


Hnetur

Ég er sjúk í hnetur. Ég fer iðulega í Shell sjoppuna hér heima og kaupi mér hnetur eftir vigt. Þær eru dýrar, en á laugardögum er helmings afsláttur og þá er stundum keypt dáldið mikið og svo eru þær faldar út um allt í íbúðinni svo ég klári þær ekki allar í einu.

Stundum er mér skammtað að kvöldi einn bolli fyrir framan sjónvarpið, það finnst mér voða gott því ég veit ekkert hvar hitt er falið. Karlarnir mínir eru rangeygðir af hneykslan yfir þessu hnetuáti en eru samt meðvirkir, ég held nefnilega að þeir hafi lúmskt gaman af þessu.

Hneturnar eru með súkkulaðihúð og jógurthúð og ég tel mér trú um að þetta sé hollt. En málið er að hnetur eru ansi fitandi, þrátt fyrir það segi ég alltaf við sjálfan mig að hollustan nái fram yfir fitu! Svona blekkingarleikur er voða sérstakur, það er ákveðin fullnægja sem fylgir þessari áráttufíkn.

Ég var að koma úr Reykjavík áðan, koma frá pabba sem liggur á Landspítala Borgarspítala, ég stoppaði í Shell uppi á Höfða og keypti mér hnetur og rúðupiss. Svo japlaði ég á hnetunum á leiðinni heim alein í bílnum og naut þess í botn  Tounge - nema þegar trénaðar hnetur eða gamlar leynast inni á milli og eyðileggja fyrir manni nautnina. Það er það eina sem ég hef áhyggjur af, að þegar fyllt er á þessa kassa, að ein og ein hneta verði gömul með þessum nýju og það er ekki djúsý get ég sagt ykkur!Angry

Svo eru þær rándýrar þessar helv... jæja nú er ég orðin pirruð - skildi ég nú hætta hnetufíkninni eða þarf ég að fara í hnetmeðferð?Devil

Fáið ykkur hnetur!GetLost


Afkomendur, formæður og forfeður

Barnabörnin mín eru alltaf endalaus uppspretta fallegra, hlýrra og jákvæðra hugsunar. Myndirnar er sá þáttur sem yljar manni þegar ekkert af barnabörnunum fimm búa á Íslandi.

Í dag talaði ég við Ylfu Eiri í símann og sagði henni hvað ég saknaði hennar frá því hún var hér um jólin og gerðist svo eigingjörn að færa það í tal við barnið að næst gæti hún komið ein til að vera hjá ömmu um tíma. Hún er 6 ára og er byrjuð í skóla, hún sagði í dag við mig aðspurð um hvort væri gaman að það væri.

En mamma hennar segir að hún er óhress með það að fá ekki að læra á bækurnar eins og lestur, reikning og skrift. Þau eru í svokölluðu fornámi og það er mikil sköpunarvinna málun, klipp, leir og fleira.

Ylfa Eir er alveg sérstaklega góð í öllum lausnum og ótrúlegt hvað hún finnur góðar lausnir og er óhrædd við að prófa. Dæmi um það er, að þegar hún var hér að baka piparkökur hjá mér, kenndi ég þeim að leggja öll formin á deigið í einu og þrýsta á með höndum og taka þau svo öll af. Ylfa sparaði sér vinnuna með því að nota kökukeflið á formin og rúllaði nokkrum sinnum yfir og þá var hægt að losa formin. Þá var maður laus við auma lófa. 

Skóli Ylfu Eirar er í Ingaredskólen  sem er rétt hjá Alingsas  í Svíþjóð, eftir skóla fer hún á leikskólann sinn því hann er líka skóladagvist fyrir börnin í hennar hverfi upp í 10 ára, hann heitir Norsen og er í Lerum kommune. Ylfa Eir hefur því altaf verið á blandaðri deild í leikskóla frá eins árs upp í tíu ára sem er sérstakt og skemmtilegt.

 Hér kemur mynd sem tengdadóttir mín, hún Aldís tók þegar hún var í heimsókn hjá Hrund Ýri dóttur minni og fjölskyldu í sumar. Efri röð frá vinstri er, Edda 4ára, Svo kemur Ylfa Eir 6 ára og Jón Geir 4 ára tvíburi á móti Eddu, fyrir aftan þau er sonur minn Sindri með sína dóttur Magneu eins og hálfs árs. Þau ættu svo að þekkjast á hinum sem eftir er.

Nú þegar pabbi minn er orðin veikur og liggur inni á spítala 82 ára þá rennur þetta allt í gegn eins og svipmyndir hjá mér frá því ég var lítil stelpa að hugsa um langafa og langömmu og ömmu og afa. Ég hef hugsað um mína ömmur og afa undanfarið og verið reyna setja mig inn í þær tilfinningar sem þeir sem á undan mér eru höfðu við veikindi og missi sinna foreldra og ömmur og afa. Svona hugsanir eru óhjákvæmilegar þegar breytingar verða á heilsu okkar nánustu.

Sennilega er þetta allt orðið afar fráhverft börnum en ég ólst að hluta til upp í sama húsi og langafi minn og stjúplangamma mín sem lifði þangað til ég var í kringum tvítugt. Pabbi og mamma eiga orðið 14 barnabarnabörn og 15. á leiðinni.

 

 

 

 

 


Dúndur - Dúndur - Dúndur, þótt fyrr hefði verið!

Til hamingju Stígamót.Wizard


Þetta er eitt það besta sem ég hef séð í allri viðurkenninga, styrktar og verðlaunaflórunni sem flæðir yfir okkur alltaf á þessum árstíma með fullri virðingu fyrir þeim sem það hefur hlotnast.

Afhverju þarf alltaf að heiðra, styrkja, verðlauna og viðurkenna svona ofboðslega marga á sama tíma? Er ekki hægt að dreifa þessu svo ég í það minnsta geti fylgst með og gleðst með líka?

Ég er fegin að þessi viðurkenning er fyrir samtök og það gegn mansali.

Til hamingju aftur.Heart


mbl.is Stígamót fá alþjóðlega viðurkenningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómarastéttin eða lagavitleysur?

Hvað þarf mikið til? Hvaða úrræði hefur fólk í þessari aðstöðu? Skildi hafa verið tekið tillit til þess að maðurinn hefur ekki stundað áreiti frá því nóvember 2007 en bara í níu ár á undan eða þarf áreitið að vera stanslaust þangað til dómur fellur í málinu - hvað veit ég!

Kona spyr sig?

Hver andsk... er þetta - má hún skipta um nafn kannski og láta sig hverfa til annars lands?

Kannski þetta verði svoleiðis í framtíðinni allar konur Íslands flýja land vegna áreitis karlmanna og ofbeldis, allt leyfilegt á Íslandi.


mbl.is Kröfu um nálgunarbann hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem vilja Hillary Clinton á forsetastól í BNA

koma með allt sem þeir vita um stöðuna í BNA frá vinum og vandamönnum og fréttamiðlum þar í landi sem fylgst er með.

Mér finnst nauðsynlegt að þeir bloggarar sem styðja kjör Clintons þjappi sér saman og leggi sitt til málanna til að hafa svolitla stemmningu yfir þessu.

Koma svo, allir stuðningsmenn - enganiðurrifsmenn eða úrtölufólk, takk fyrir.Cool


mbl.is Skoðanakannanir staðfesta breytta stöðu McCains og Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband